Enginn bilbugur á Trump

Donald Trump hélt áfram að fóðra fréttamiðla heimsins en fyrrverandi Bandaríkjaforsetinn var ákærður í fjórgang á árinu. Réttarhöld í málunum fara fram á næsta ári en hann var ákærður í New York-ríki í mars fyrir meintar mútugreiðslur og í Flórída-ríki í júní fyrir að hafa tekið með sér leyniskjöl úr Hvíta húsinu. Í ágúst var hann síðan ákærður í bæði Washington-borg og Georgíu-ríki fyrir tilraunir til að snúa við úrslitum forsetakosninganna árið 2020. Sama mánuð gaf hann sig fram í Georgíu og fór fangamynd af honum sem eldur í sinu um netheima. Þrátt fyrir allt er Trump talinn líklegastur til að hreppa tilnefningu Repúblikanaflokksins til forseta á komandi ári og benda skoðanakannanir til að hann muni hafa betur gegn Joe Biden, sitjandi Bandaríkjaforseta.

Til að lesa meira

Hægt að er kaupa áskrift að Viðskiptablaðinu, Fiskifréttum og Frjálsri verslun hér.

Verð frá 2.749 kr. á mánuði