Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn (AGS) gerir ráð fyrir 2,8% hagvexti í heiminum á þessu ári samkvæmt nýrri efnahagsspá . Þetta er lækkun um 0,5 prósentustig frá spá sjóðsins í janúar.
Þó heimshagkerfið hafi kólnað töluvert á stuttum tíma þá telur AGS að hagkerfið sé enn vel yfir hættumörkum heimssamdráttar eða -kreppu (e. despite the slowdown, global growth remains well above recession levels.) Þetta kemur fram í grein Pierre-Olivier Gourinchas, efnahagsráðgjafa og rannsóknarstjóri AGS. Í skýrslu AGS eru taldar þriðjungslíkur á því að heimshagvöxtur fari undir 2% á þessu ári.
Hafsteinn Hauksson, aðalhagfræðingur Kviku banka, segir ólíklegt að allur heimurinn fari bókstaflega í samdrátt miðað við forsendur AGS, enda geri sjóðurinn enn ráð fyrir vexti á bilinu 4-6% í stórum nýmarkaðsríkjum á borð við Kína og Indland á árinu, jafnvel þrátt fyrir að tekið hafi verið tillit til mótbyrs í alþjóðaverslun.
„Þegar hagvaxtargetan er svona mikil, þá þarf svo mikið bakslag til að senda hagkerfi í samdrátt. Það er ástæðan fyrir því að þessi hagvöxtur á heimsvísu sem AGS spáir er að miklu leyti drifinn áfram af nýmarkaðsríkjum sem hafa meiri hagvaxtarmöguleika en þróuð hagkerfi,” segir Hafsteinn.
„Þegar rætt er um heimskreppu, þá þarf kannski frekar að líta til hættunar sem steðjar að iðnríkjum, eins og Bandaríkjunum sjálfum og Evrópuríkjum, þar sem hagvöxtur var í einhverjum tilvikum veikur fyrir og því þarf minna bakslag í alþjóðlegri eftirspurn til að ýta þeim öfugu megin við núllið í samdrátt."
Nánar er fjallað um málið í Viðskiptablaðinu, sem kemur út í fyrramálið. Áskrifendur geta lesið greinina í heild hér.