ESA, eftirlitsstofnun EFTA, hefur staðfest með ákvörðun sinni að hún muni ekki aðhafast vegna reikningsskila Félagsbústaða, sem eru alfarið í eigu Reykjavíkurborgar.
Málið snýr einkum að matsaðferð á félagslegu húsnæði en Félagsbústaðir hafa fært fasteignir sínar til bókar á gangvirði fremur en kostnaðarverði þrátt fyrir að leiguverð sé undir markaðsverði. Það hefur haft í för með sér tugmilljarða króna matshækkun á félagslegu húsnæði félagsins á síðustu árum.
ESA hóf athugun á málinu á seinni árshelmingi 2021 eftir að hafa borist kvörtun um að reikningsskil Félagsbústaða og borgarinnar kynnu að vera í trássi við alþjóðlega reikningsskilastaðla. Eftir bréfaskipti við innviðaráðuneytið taldi ESA ekki forsendur til að aðhafast í málinu og setti það í lokunarferli sumarið 2022. Sú niðurstaða var staðfest í endanlegri ákvörðun sem lá fyrir 6. september síðastliðinn.
Stjórn ESA skrifar undir ákvörðunina, þar á meðal Árni Páll Árnason, fyrrum ráðherra og formaður Samfylkingarinnar.
Fjallað er um ákvörðun ESA í Viðskiptablaðinu sem kom út í morgun. Áskrifendur geta nálgast greinina í heild sinni hér.