Eftir­lits­stofnun EFTA (ESA) hóf í dag form­lega rann­sókn á meintri ríkis­að­stoð í tengslum við tvo samninga um greiðslu­þátt­töku Sjúkra­trygginga Ís­lands fyrir læknis­fræði­lega mynd­greiningar­þjónustu.

Í kvörtun sem barst ESA í maí 2023 er því haldið fram að nú­verandi samningar um greiðslu­þátt­töku fyrir læknis­fræði­lega mynd­greiningar­þjónustu kunni að brjóta í bága við EES reglur um ríkis­að­stoð.

Læknis­fræði­leg mynd­greining er notuð af læknum til að fá ýmsar myndir af líkams­hlutum í greiningar- eða með­ferðar­skyni en kvörtunin nær til samninga heil­brigðis­ráðu­neytisins á vegum Sjúkra­trygginga Ís­lands við tvö fyrir­tæki sem veita læknis­fræði­lega mynd­greiningar­þjónustu.

Eftir­lits­stofnun EFTA (ESA) hóf í dag form­lega rann­sókn á meintri ríkis­að­stoð í tengslum við tvo samninga um greiðslu­þátt­töku Sjúkra­trygginga Ís­lands fyrir læknis­fræði­lega mynd­greiningar­þjónustu.

Í kvörtun sem barst ESA í maí 2023 er því haldið fram að nú­verandi samningar um greiðslu­þátt­töku fyrir læknis­fræði­lega mynd­greiningar­þjónustu kunni að brjóta í bága við EES reglur um ríkis­að­stoð.

Læknis­fræði­leg mynd­greining er notuð af læknum til að fá ýmsar myndir af líkams­hlutum í greiningar- eða með­ferðar­skyni en kvörtunin nær til samninga heil­brigðis­ráðu­neytisins á vegum Sjúkra­trygginga Ís­lands við tvö fyrir­tæki sem veita læknis­fræði­lega mynd­greiningar­þjónustu.

Um er að ræða samninga við Læknis­fræði­lega Mynd­greiningu og Ís­lenska Mynd­greiningu.

Sam­kvæmt kvörtuninni hafa Sjúkra­tryggingar Ís­lands greitt um­fram markaðs­verð fyrir mynd­greiningar til þessara tveggja fyrir­tækja, sem hafi valdið röskun á sam­keppni.

„Svo virðist sem verðið hafi ekki verið á­kveðið á markaðs­for­sendum, þar sem skortur virðist vera á kostnaðar­greiningu auk þess sem að nú­verandi við­mið eru ó­ná­kvæm, ó­gagn­sæ og ó­rök­studd. Enn fremur virðist sem ís­lensk stjórn­völd hafi greitt í kringum 15% meira fyrir þjónustuna frá ÍM og LM, í saman­burði við verð sem greitt er til þriðja aðila sem veitir sam­bæri­lega þjónustu,“ segir í til­kynningu frá ESA.

Sjúkra­tryggingar Ís­lands hafa frá árinu 1995 að­eins samið við þrjá þjónustu­aðila um mynd­greiningar­þjónustu.

Samningarnir við ÍM og LM voru gerðir án út­boðs eða sam­keppni milli aðila um fram­lagningu til­boða og á þessu stigi málsins þykir ESA ó­ljóst hvernig samið var um verð fyrir þjónustuna sem þessir tveir aðilar bjóða.

ESA mun því rann­saka hvort samningarnir feli í sér ríkis­að­stoð og, ef svo er, hvort slík að­stoð sam­rýmist EES-reglum.