Evrópusambandið hyggst leggja fast gjald á allar sendingar sem koma til ESB. Heimildarmenn Financial Times segja að framkvæmdastjórn ESB horfi til þess að gjaldið skatturinn verði um 2 evrur eða tæplega 300 krónur á hverja vöru.
Á vef FT segir að ákvörðunin gæti reynst þungt högg fyrir netverslanir eins og Temu og Shein en mikið af sendingum koma frá Kína.
Framkvæmdastjórn Evrópusambandsins hefur gert drög að tillögu um gjaldið vegna þrýstings frá aðildarríkjum þar sem tollayfirvöld keppast við að taka á móti þeim 4,6 milljörðum sendinga sem fluttar eru inn árlega til fólks.
Tillagan inniheldur ekki upphæðina en samkvæmt heimildum FT verður upphæðin í kringum tvær evrur á hverja sendingu.
Maros Sefcovic, viðskiptaráðherra ESB, hefur lofað að takast á við aukningu sendinga frá löndum eins og Kína og hefur sagt aukninguna hættulega og leiða til kvartana frá evrópskum fyrirtækjum um óréttláta samkeppni.