Stóru fjármálafyrirtækin í Bandaríkjanum glíma nú við mótbyr vegna ESG-áherslna, ekki síst þegar kemur að fjárfestingu lífeyrissjóða. Gagnrýnin kemur einkum frá stjórnmálamönnum úr röðum Repúblikanaflokksins sem telja ESG-áherslur ganga of langt og gagnrýna minnkandi fjárfestingu í framleiðendum jarðefnaeldsneytis.
ESG kallast á íslensku UFS og nær yfir þætti í rekstri sem tengjast umhverfi, félagslegum þáttum og stjórnarháttum.
Löggjafar í Kentucky, Texas og Vestur-Virginíu hafa á síðustu mánuðum sett lög sem miða að því að takmarka starfsemi stórra fjármálafyrirtækja sem hafa dregið úr fjárfestingum í jarðefnaeldsneytisverkefnum (e. fossil fuel projects). Fleiri Repúblikanafylki íhuga að fylgja í þeirra spor.
Fylkisstjórn Vestur-Virginíu setti BlackRock, Goldman Sachs, JPMorgan Chase, Morgan Stanley og Wells Fargo á bannlista í lok júlí fyrir að „sniðganga orkufyrirtæki“.
Bankarnir hafa reynt að hampa viðskiptum sínum við olíu- og gasfyrirtæki til að friða löggjafa í fylkinu. Goldman Sachs og JPMorgan bentu á umfang fjármögnunar sinnar til slíkra verkefna á síðustu árum.
„Ákvörðunin er skammsýn og á ekki stoðir í raunveruleikanum. Viðskiptahættir okkar ganga ekki í berhöggi við þessa löggjöf sem gengur gegn frjálsum markaði,“ sagði JPMorgan í yfirlýsingu.
Fyrirtæki á borð við JPMorgan, Citigroup, Goldman og Bank of America, drógu sig frá sveitarfélagsmarkaðnum í Texas eftir að löggjöfin þar tók gildi í september 2021. Hagfræðingar áætla að Texas-fylki og aðrir útgefendur á svæðinu muni greiða 303-532 milljónir dala aukalega í vaxtagreiðslur af skuldabréfum sveitarfélaga sem gefin voru út eftir að löggjöfin tók gildi, að því er kemur fram í umfjöllun Financial Times.
Nítján fylkisstjórar beina sjónum sínum að BlackRock
Auk framangreindra banka hafa þrjú stærstu eignarstýringarfyrirtæki Bandaríkjanna -BlackRock, Vanguard og State Street, sem eiga samtals 22% í meðalfyrirtæki S&P 500 vísitölunnar - orðið fyrir barðinu á þessari gagnrýni.
Fjármálastjóri Lousiana-fylkis, John Schroder, tilkynnti í síðustu viku að hann hyggðist taka 794 milljónir dala, eða 115 milljarða króna, úr stýringu hjá eignastýringarisanum Blackrock. Í bréfi til forstjóra BlackRock, sagði Schroder að ESG-fjárfestingar fyrirtækisins samrýmist ekki efnahagslegum hagsmunum og gildum Lousiana.
Til að lesa meira
Hægt að er kaupa áskrift að Viðskiptablaðinu, Fiskifréttum og Frjálsri verslun hér.
Verð frá 2.749 kr. á mánuði