Sjávarútvegsfyrirtækið Eskja hagnaðist um 31 milljón dala, sem jafngildir fjórum milljörðum króna, árið 2021 samanborið við 10 milljónir dala, 1,3 milljarða króna, árið áður. Hagnaður fyrirtækisins jókst því um 210% milli ára en fyrirtækið fjárfesti í veiðiheimildum fyrir 7,9 milljaða dala á árinu.
Stjórn félagsins leggur til að greiddur verði arður til hluthafa vegna ársins 2021 að fjárhæð 21 milljónir dala sem jafngildir 2,8 milljörðum króna.
Fréttin er hluti af lengri umfjöllun í nýjassta tölublaði Viðskiptablaðsins.