Gengi krónunnar gagnvart evru hefur veikst töluvert upp á síðkastið og stendur nú í rúmlega 151 krónu. Gengið fór síðasta yfir 150 krónu múrinn fyrir mánuði síðan en tók í kjölfarið að styrkjast nokkuð og var í lok nóvember í kringum 147 krónur.

Í desember hefur gengið svo veikst á ný og er eins og fyrr segir nú komið yfir 150 krónur.

Gengið hefur ekki verið hærra síðan í september árið 2021. Gengi krónunnar gagnvart evru náði lægsta punkti á þessu ári í lok maí er gengið stóð í rúmlega 136 krónum.

Fréttin birtist fyrst í Viðskiptablaðinu sem kom út í morgun.