Evrópskar hlutabréfavísitölur hækkuðu í morgun eftir niðursveifluna á föstudaginn. Stoxx Europe 600 hefur hefur hækkað um ríflega 1% í morgun. DAX-vísitalan í Þýskalandi hefur hækkað um 1,50%, sem og CAC 40-vísitalan í Frakklandi. FTSE 100 vísitalan hefur hækkað um tæplega 1%.

Fjárfestar bíða nú eftir nýjustu upplýsingum um stöðu efnahagsmála, sem og hvaða skref helstu seðlabankar muni taka í framhaldinu. Í dag verða birtar tölur um neytendamarkaðinn Evrópu, sem og í Bandaríkjunum. Þá munu fjárfestar hlusta vel á ræður Philip Jefferson, stjórnarmanns Seðlabanka Bandaríkjanna, sem og Philip Lane frá Evrópska seðlabankanum.