Evrópskir bílaframleiðendur eru nú að undirbúa verðhækkanir á bensínbílum ásamt því að bjóða upp á afslætti á rafbílum í ljósi nýrra reglna sem taka við eftir áramót.
Samkvæmt reglunum þurfa rafbílar að samsvara minnst 20% af öllum seldum bílum bílaframleiðenda. Hins vegar hafa aðeins 13% allra seldra bíla innan ESB verið rafbílar og geta því bílaframleiðendur verið að horfa fram á sektir eftir 1. janúar.
Reglurnar koma einnig á erfiðum tíma þar sem framleiðendur eru þegar að glíma við harða samkeppni frá kínverskum framleiðendum. Rafbílar eru einnig dýrari en bensínbílar og hefur sala þeirra gengið erfiðlega í ljósi verðbólgu og óvissu innan álfunnar.
Þar sem reglurnar taka gildi eftir aðeins örfáar vikur hafa bílaframleiðendur verið að hvetja stjórnmálamenn í Brussel til að endurskoða reglurnar. Bílaframleiðendur eru engu að síður að vinna hörðum höndum til að forðast sektir sem gætu numið allt að 15 milljörðum evra.