Alþjóðlega endurskoðunarfyrirtækið EY hefur samþykkt að greiða 100 milljónir dala eða um 13 milljarða króna við Verðbréfaeftirlit Bandaríkjanna (SEC). Málið snýr að svindli starfsmanna á siðferðiprófum og að þeir hafi reynt að afvegaleiða rannsakendur. EY viðurkenndi niðurstöður SEC og segist fylgja kröfum eftirlitsstofnunarinnar. Financial Times greinir frá.
Sektin er sú hæsta sem SEC hefur nokkurn tímann lagt á endurskoðunarfyrirtæki. Fjárhæðin rúmlega tvöfalt hærri en KPMG greiddi árið 2019 vegna sambærilegs máls.
„Það er einfaldlega svívirðilegt að fagfólkinu sem er treyst fyrir því að vera á varðbergi fyrir svindli hjá viðskiptavinum hafi sjálft svindlað á siðferðiprófum af öllum,“ sagði framkvæmdastjóri hjá SEC í tilkynningu.
Rannsóknin heldur áfram og embættismenn hjá SEC segja að mögulega verði lagðar fram kærur á hendur einstaklinga.
Á árunum 2017-2021 voru 49 starfsmenn EY sem sendu eða fengu afhentan svarlykil að siðferðihluta prófs til löggildingar í endurskoðunarstörfum. Hundruð annarra starfsmanna eru sagðir hafa svindlað á prófum til að endurnýja löggildinguna.