Fjölskyldan sem átti útgerðarfyrirtækið Ós og fiskvinnslufyrirtækið Leo Seafood í Vestmannaeyjum þar til félögin voru seld til Vinnslustöðvarinnar í Vestmannaeyjum í fyrra raðar sér í fjögur af fimm efstu sætunum af þeim sem voru með hæstar fjármagnstekjur árið 2023.

Skattakóngur ársins var útgerðarmaðurinn Sigurjón Óskarsson en hann greiddi 1,2 milljarða króna í fjármagnstekjuskatt í fyrra samkvæmt álagningarskrá ríkisskattstjóra. Eru reiknaðar fjármagnstekjur hans það ár því hátt í 5,6 milljarðar króna.

Fjölskyldan sem átti útgerðarfyrirtækið Ós og fiskvinnslufyrirtækið Leo Seafood í Vestmannaeyjum þar til félögin voru seld til Vinnslustöðvarinnar í Vestmannaeyjum í fyrra raðar sér í fjögur af fimm efstu sætunum af þeim sem voru með hæstar fjármagnstekjur árið 2023.

Skattakóngur ársins var útgerðarmaðurinn Sigurjón Óskarsson en hann greiddi 1,2 milljarða króna í fjármagnstekjuskatt í fyrra samkvæmt álagningarskrá ríkisskattstjóra. Eru reiknaðar fjármagnstekjur hans það ár því hátt í 5,6 milljarðar króna.

Börn hans koma síðan skammt á eftir en Þóra Hrönn Sigurjónsdóttir var með tæplega 2,7 milljarða króna í fjármagnstekjur og Viðar Sigurjónsson og Gylfi Sigurjónsson voru með um 2,6 milljarða hvor.

Samanlagt greiddu Sigurjón og börn hans 5,4 milljarða króna í fjármagnstekjuskatt í fyrra. Í dag er fjölskyldan í fararbroddi í uppbyggingu laxeldisfyrirtækisins Laxey.

Í heildina voru 10 Íslendingar með meira en milljarð í fjármagnstekjur í fyrra.

Leiðrétt:

Í prentútgáfu fréttarinnar kom fram að Sigurjón og börn hans hefðu samanlagt greitt 5,4 milljarða króna í fjármagnstekjuskatt. Hið rétta er að þau greiddu 2,7 milljarða króna í fjármagnstekjuskatt. Það er hér með leiðrétt.

Nánar er fjallað um málið í Viðskiptablaðinu, sem kemur út í fyrramálið. Áskrifendur geta lesið fréttina, og séð listann yfir þá sem voru með hæstu fjármagnstekjurnar, í heild hér.