Ný húsaleigulög tóku gildi fyrir rúmri viku helgina en lögin voru samþykkt skömmu fyrir þingfrestun í júní sl. Már Wolfgang Mixa, lektor í fjármálum við Háskóla Íslands, segir mögulegt að breytingarnar leiði til þess að framboð minnki og verð hækki.

Ný húsaleigulög tóku gildi fyrir rúmri viku helgina en lögin voru samþykkt skömmu fyrir þingfrestun í júní sl. Már Wolfgang Mixa, lektor í fjármálum við Háskóla Íslands, segir mögulegt að breytingarnar leiði til þess að framboð minnki og verð hækki.

Í gegnum tíðina hafa íbúðakaup til útleigu verið vænlegur fjárfestingakostur fyrir einstaklinga hér á landi. Breytingarnar gætu þó gert það að verkum að fólk veigri sér við slíkar fjárfestingar. Már segist ekki vita hvort það sé jákvætt eða neikvætt.

„Það góða við það að fólk sé að kaupa íbúðir er að það eykur framboð á leigumarkaði en á sama tíma eykur það líka þrýsting á verði slíkra íbúða og það gerir það að verkum að fólk á leigumarkaði á þá síður möguleika á því að komast af þessum leigumarkaði,“ segir Már. „Vandamálin kristallast í slöku framboði.“

Þegar húsaleigufrumvarpið var fyrst lagt fram var áhersla lögð á að breytingarnar myndu ekki draga úr framboði á leigumarkaði. Mikilvægt væri að uppbyggingaáform stjórnvalda, samkvæmt rammasamningi ríkis og sveitarfélaga um aukið framboð íbúða á árunum 2023–2032, gangi eftir.

Miðað var við að byggja þyrfti að lágmarki 4.000 íbúðir fyrstu fimm árin en þau áform hafa ekki gengið eftir og vantaði um þúsund íbúðir upp á í fyrra. Samkvæmt HMS var umfang nýrra íbúðaframkvæmda 70% minna árið 2023 miðað við árið áður og samkvæmt könnun Samtaka iðnaðarins er viðbúið að umfangið muni dragast saman um 15% til viðbótar í ár.

Nánar er fjallað um málið í Viðskiptablaðinu. Áskrifendur geta lesið fréttina í heild hér.