Í kjölfar sam­runa Marel hf. og John Bean Technologies Cor­por­ation er Eyrir Invest hf. einn stærsti hlut­hafi í JBT Marel Cor­por­ation með 6,6% eignar­hlut.

Sam­kvæmt til­kynningu frá félaginu hefur Eyrir Invest gert upp allar skuld­bindingar við lán­veit­endur og er nú skuld­laust.

Eyrir Invest studdi sam­runa Marel og JBT frá upp­hafi en félagið segir að sam­runinn leggi traustan grunn að framtíðar­vexti sam­einaðs félags.

Hið sameinaða félag JBT Marel er leiðandi alþjóð­legur fram­leiðandi á búnaði, samþættri tækni og þjónustu fyrir mat­væla- og drykkjar­vöru­iðnaðinn.

Tekjur JBT Marel síðustu 12 mánuði námu um 3,5 milljörðum bandaríkja­dala og eru starfs­menn um 12.000 í yfir 30 löndum.

„Þetta eru spennandi tíma­mót fyrir Eyri Invest, Marel og JBT. Við erum stolt af því að hafa tekið þátt í þessari einstöku veg­ferð sem hefur skilað þessari farsælu niður­stöðu og við hlökkum til að fylgjast með framtíð þessa öfluga félags,“ segir Friðrik Jóhanns­son, stjórnar­for­maður Eyris Invest.

Hluthafafundur í febrúar

Eyrir Invest var kjöl­festu­fjár­festir í Marel frá árinu 2005 og hefur með aðkomu sinni átt stóran þátt í vexti og þróun félagsins.

Á síðustu tveimur ára­tugum jukust tekjur Marel úr 129 milljónum evra í yfir 1.700 milljónir evra og starfs­manna­fjöldi jókst úr 800 í yfir 7.000 starfs­menn í yfir 30 löndum.

Á sama tíma­bili skilaði Marel ávöxtun til hlut­hafa sem var sam­bæri­leg við bestu hluta­bréfa­vísitölur í Bandaríkjunum og Evrópu, segir í tilkynningu Eyris.

„Til að tryggja áfram­haldandi gagnsæi og samráð við hlut­hafa mun Eyrir Invest halda hlut­hafa­fund í febrúar. Á fundinum verður farið yfir stöðu félagsins og til­lögur stjórnar um fram­haldið kynntar. Um 90% af eignum félagsins eru hluta­bréf í JBT Marel,“ segir í tilkynningunni.

Eyrir Invest hf. er alþjóð­legt fjár­festingarfélag stofnað árið 2000 af Þórði Magnús­syni og Árna Oddi Þórðar­syni.

Auk fjár­festingarinnar í Marel var Eyrir m.a. stór hlut­hafi í Össuri hf., nú Embla Medi­cal hf., frá 2004 til 2011.

Eyrir Invest spilaði lykil­hlut­verk í að styðja við vöxt og alþjóða­væðingu þessara fyrir­tækja. Eyrir Invest hefur einnig fjár­fest um­tals­vert í sprota- og vaxtar­fyrir­tækjum, bæði með beinum hætti og í gegnum sér­hæfða fjár­festinga­sjóði.