Eins og Viðskiptablaðið greindi frá á dögunum hefur P107 ehf, félag Jóhanns G. Jóhannssonar, eins stofnenda og eigenda Aztiq, fest kaup á tveimur íbúðum á samtals 485 milljónir króna. Íbúðirnar eru staðsettar í tveimur af fjölbýlishúsunum sem nú rísa úti á Granda í vesturhluta borgarinnar og eru hluti af fasteignaverkefni á Héðinsreitnum sem kallað er Vesturvin.

Önnur íbúðin sem Jóhann festi kaup á er þakíbúð í Ánanaustum 1-3. Gengið hefur verið frá sölu á nokkrum fleiri íbúðum í Ánanaustum 1-3. Þannig hefur Eyrún Lind Magnúsdóttir, verkefnisstjóri hjá Háskóla Íslands, fest kaup á tveimur íbúðum. Annars vegar er um að ræða 146 fermetra íbúð á næst efstu hæð og hins vegar 58 fermetra íbúð á sömu hæð. Kaupverð íbúðanna er 272,9 milljónir króna. Fermetraverð íbúðanna nemur því rúmlega 1,3 milljónum króna. Gert er ráð fyrir að Eyrún Lind fái íbúðina afhenda í ágúst á næsta ári.

Í nóvember árið 2021 festi hún kaup á 286 fermetra einbýlishúsi að Ásvallagötu 8 í Reykjavík fyrir 336 milljónir króna. Eyrún Lind er fyrrverandi sambýliskona Árna Odds Þórðarsonar, forstjóra Marels.

Nánar er fjallað um málið í Viðskiptablaðinu sem kom út á þriðjudag. Áskrifendur geta lesið fréttina í heild sinni hér.