Símafyrirtækið T-Mobile hefur fest kaup á fyrirtækinu Mint Mobile, sem metið á allt að 1,35 milljarða dala eða um 190 milljarða króna í kaupsamningnum. Leikarinn Ryan Reynolds átti 25% hlut í Mint Mobile, samkvæmt heimildarmönnum WSJ.

Reynolds, sem hefur tekið stóran ‏þátt í markaðsstarfi símafyrirtækisins Mint Mobile, mun fá reiðufé og hlutabréf að andvirði yfir 300 milljónir dala, eða yfir 42 milljarða króna, vegna sölunnar. Reynolds varð hluthafi í símafyrirtækinu árið 2019.

T-Mobile hefur tilkynnt um að Reynolds, sem er hvað ‏þekktastur fyrir að leika ofurhetjuna Deadpool, muni starfa áfram hjá samstæðunni í skapandi hlutverki. Hann mun jafnframt leika áfram í augl‎‎ýsingum Mint Mobile.