Compass UK Bidco, móðurfélag Compass Iceland Bidco sem heldur utan um hlut Levine Leichtman Capital Partners (LLCP) í meirihluta hlutafjár Creditinfo, hefur fært niður virði fjárfestingar sinnar verulega á síðustu árum.
Þannig hefur virði hlutarins í Compass Iceland Bidco verið fært niður um rúmlega 44 milljónir evra á árunum 2022 og 2023, um 6,4 milljarða króna.
Til samanburðar var bókfært virði dótturfélaga Compass UK Bidco um 49 milljónir evra í árslok 2023. Í ársreikningi kemur fram að mikil verðbólga og hækkandi vextir á heimsvísu hafi átt þátt í þessari virðirsrýrnun.
LLCP keypti meirihluta hlutafjár í Creditinfo Group árið 2021 í gegnum félagið Compass Iceland Bidco. Til að fjármagna kaupin voru lagðar inn 98,7 milljónir evra (um 14,4 milljarðar króna) í Compass Iceland Bidco, fjármagnað með lánum til 10 ára frá breskum og þýskum félögum. Í lok árs 2021 var hlutafé félagsins aukið um 4,8 milljarða króna með skuldajöfnun.
Samkvæmt mati á söluverði hlutabréfa Ísflex, félags Hákonar Stefánssonar, sem átti 1,88% hlut í Creditinfo, má áætla að fyrirtækið hafi verið metið á 17,6 milljarða króna í viðskiptunum.
Reynir Grétarsson, stofnandi Creditinfo, átti fyrir viðskiptin um 70% hlut í fyrirtækinu og hagnaðist um 10,3 milljarða króna við sölu á yfir þriðjungshlut, að því er kemur fram í ársreikningi InfoCapital. Í lok árs 2023 fór hann með tæplega 35% hlut í Compass UK Bidco Ltd., móðurfélagi Compass Iceland Bidco, sem bókfærður var á 4,2 milljarða króna.
Nánar er fjallað um málið í Viðskiptablaðinu sem kom út í morgun. Áskrifendur geta lesið fréttina í heild hér.