Vodafone á Íslandi hefur gert samning við Vodafone Group um að vera eitt af þrjátíu löndum í heiminum sem bjóða upp á internettengingu í bílum með notkun hlutanetstækni (IoT).

Þeir markaðir sem hafa náð samningum við Vodafone Group um að bjóða viðskiptavinum að tengjast interneti í bílum eru Búlgaría, Króatía, Kýpur, Eistland, Lettland, Litháen, Malta, Monakó, Slóvenía og Ísland.

Vodafone á Íslandi hefur gert samning við Vodafone Group um að vera eitt af þrjátíu löndum í heiminum sem bjóða upp á internettengingu í bílum með notkun hlutanetstækni (IoT).

Þeir markaðir sem hafa náð samningum við Vodafone Group um að bjóða viðskiptavinum að tengjast interneti í bílum eru Búlgaría, Króatía, Kýpur, Eistland, Lettland, Litháen, Malta, Monakó, Slóvenía og Ísland.

Í tilkynningu frá Vodafone segir að með því að nýta hlutanetstækni frá Vodafone Group og staðbundnar fjarskiptalausnir geti viðskiptavinir Vodafone í framtíðinni verið með internettengingu í bílnum og tengst app- og veflausnum sem krefjast háhraða internettenginga. Þá kemur internetið í bílnum í stað 4G/5G farsímatenginga.

„Það er óhætt að segja að um tímamótasamning sé að ræða. Nú munum við geta boðið viðskiptavinum okkar upp á enn betri lausnir með háhraðaneti beint í bílinn og með nýtingu á nýjustu hlutanetstækni verða netgæðin í bílnum eins góð og heima í stofu. Viðskiptavinir munu fá frítt gagnamagn með flestum tegundum nýrra bíla í framtíðinni og þegar það klárast geta þeir keypt viðbótar gagnamagn hjá Vodafone,“ segir Sesselía Birgisdóttir framkvæmdastjóri Vodafone.