Hjónin Albert Þór Magnússon og Lóa Dagbjört Kristjánsdóttir, umboðsaðilar Lindex á Íslandi, keyptu nýlega elstu barnafataverslun landsins, Dimmalimm. Með kaupunum munu þau einnig taka við einu stærsta og elsta barnafatamerki Evrópu, Mayoral.
Að sögn hjónanna vildu fyrrum eigendur Dimmalimm, Óli Guðjón og Lilja Rós Sigurðardóttir, einbeita sér meira að því að vera amma og afi.
Forsaga eigendaskiptanna á sér rætur að rekja til áforma Lóu um að endurvekja barnafatamerkið Emil&Línu, sem er merki sem þau hjónin byrjuðu með í Svíþjóð fyrir rúmum 15 árum síðan.
„Við Albert vorum í fæðingarorlofi en þá gerist yfirleitt margt hjá okkur. Við búum rétt hjá skrifstofunni og lagernum okkar og vorum að labba þar með barnavagninn. Þá segi ég við Albert að mig langi til þess að endurvekja merkið Emil&Línu og þá fór allt á flug.“
Nánar er fjallað um málið í Viðskiptablaði vikunnar. Áskrifendur geta nálgast umfjöllunina í heild sinni hér.