De Beers, stærsta demantafyrirtæki heims, kostaði móðurfyrirtæki sitt, Anglo American, rúmlega þrjá milljarða dala á síðasta ári og hefur Anglo American neyðst til að færa niður verðmæti De Beers annað árið í röð.

Duncan Wanblad, framkvæmdastjóri Anglo American, segir hins vegar að áætlanir um að losa fyrirtækið við De Beers hafi ekki enn verið ákveðnar.

Demantiðnaðurinn hefur verið að glíma við erfitt tímabil en undanfarin ár hafa demantar sem framleiddir eru á tilraunastofum aukist í vinsældum. Ódýrari demantar hafa þá tekið yfir og hefur neysla, í löndum eins og Kína, dregist saman.

Niðurfærslan á De Beers, sem eitt sinn stjórnaði 90% af demantamarkaði heimsins, þýðir að fyrirtæki er nú metið á tæpa fjóra milljarða dala.