Sigmundur Davíð Gunnlaugsson forsætisráðherra og Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra kynntu í dag sérstakar aðgerðir ríkisstjórnarinnar til að lækka höfuðstól verðtryggðra húsnæðislána.
Spurður að því hvort það hefði verið heppilegra að nýta það fé sem notað var til að lækka höfuðstól verðtryggðra húsnæðislána til að lækka vaxtakostnað ríkissjóðs segir Sigmundur að skuldir ríkisisins og skuldir fólksins sem að myndar ríkið eru um margt skyld fyrirbæri.
Skuldir heimilanna höfðu hækkað hratt og óhóflega þannig að stór hluti heimilanna var hættur að virka sem drifkraftur í efnahagslífinu til að búa til verðmæti sem að ríkið svo skattleggur. Þannig hafi þessi aðgerð fært fólki fjármagn sem af því var tekið vegna efnahagshrunsins.
Þá segir hann að mikilvægt sé að menn líti ekki svo á að menn séu losaðir undan áhættu við lántöku vegna þessara aðgerða. Aðgerðin sé óvenjuleg vegna óvenjulegra aðstæðna sem sköpuðust í kjölfar hrunsins.
VB Sjónvarp ræddi við Sigmund.