Veitingastaðurinn Brixton er í eigu Sigurðar Gunnlaugssonar, Róberts Arons Magnússonar, eiganda Götubitahátíðarinnar, Helga Svavars Helgasonar, trommuleikara Hjálma og Baggalúts, og Guðmundar Gunnarssonar sem sá um Hamborgarabúllu Tómasar í Berlín.

Að sögn Sigurðar verður matseðillinn tvískiptur og mun veitingastaðurinn meðal annars bjóða upp á slider-hamborgara.

Veitingastaðurinn Brixton er í eigu Sigurðar Gunnlaugssonar, Róberts Arons Magnússonar, eiganda Götubitahátíðarinnar, Helga Svavars Helgasonar, trommuleikara Hjálma og Baggalúts, og Guðmundar Gunnarssonar sem sá um Hamborgarabúllu Tómasar í Berlín.

Að sögn Sigurðar verður matseðillinn tvískiptur og mun veitingastaðurinn meðal annars bjóða upp á slider-hamborgara.

Siggi er vel kunnugur meðal matargæðinga á Íslandi en hann sigraði meðal annars Besta götubitann á Götubitahátíðinni sem fór fram í Hljómskálagarðinum í Reykjavík í sumar.

„Ég ætlaði mér upphaflega að verða listamaður og grafískur hönnuður. Ég fór líka í listaskóla til Ítalíu en fattaði þegar ég kom heim að ég vildi ekki vinna við það. Svo endaði ég á að vinna á American Style í Skipholti í nokkur sumur og hef verið tengdur eldhúsinu síðan þá.“

Nánar er fjallað um málið í Viðskiptablaði vikunnar. Áskrifendur geta nálgast umfjöllunina í heild sinni hér.