Hraðsendingarfyrirtækið United Parcel Service (UPS) hefur tilkynnt um að félagið hyggst fækka 20 þúsund störfum, og draga þannig úr útgjöldum eftir að dregið verulega úr samstarfi sínu við stærsta viðskiptavin sinn, Amazon.com.

UPS, sem er með tæplega 490 þúsund starfsmenn á launaskrá, hefur greint valkosti til að draga úr umsvifum sínum eftir að hafa ákveðið í janúar að draga verulega úr fjölda sendinga fyrir Amazon. Um 12% af tekjum UPS mátti rekja til Amazon.

Í umfjöllun WSJ segir að UPS hyggist draga úr fjölda sendinga fyrir Amazon um meira en 50% fyrir júní 2026. Fyrirtækið áætlar að ákvörðunin leiði til 2,3% tekjusamdráttar í ár.

UPS gerir ráð fyrir að loka 73 starfsstöðvum, sem félagið annað hvort á eða er með á leigu, í ár. Félagið lokaði 11 stöðum í fyrra og fækkaði störfum um 12 þúsund.