Viðhorf íslenskra fyrirtækja til ráðninga nýrra starfsmanna er talsvert neikvæðri í ár heldur en í fyrra miðað við svör fjármálastjóra stærstu fyrirtækja landsins í árlegri könnun Deloitte.

Nettó viðhorf til ráðninga var jákvætt um 5% – þ.e. aðeins fleiri fjármálastjórar telja að starfsmannafjöldi muni aukast frekar en að hann dragist saman á næstu 12 mánuðum – en sama hlutfall var 44% vorið 2023. Á þennan mælikvarða er Ísland í áttunda sæti af þeim 13 löndum sem tóku þátt í könnuninni.

Viðhorf íslenskra fyrirtækja til ráðninga nýrra starfsmanna er talsvert neikvæðri í ár heldur en í fyrra miðað við svör fjármálastjóra stærstu fyrirtækja landsins í árlegri könnun Deloitte.

Nettó viðhorf til ráðninga var jákvætt um 5% – þ.e. aðeins fleiri fjármálastjórar telja að starfsmannafjöldi muni aukast frekar en að hann dragist saman á næstu 12 mánuðum – en sama hlutfall var 44% vorið 2023. Á þennan mælikvarða er Ísland í áttunda sæti af þeim 13 löndum sem tóku þátt í könnuninni.

Ein spurning í könnuninni lýtur að áherslum í rekstri. Á Íslandi var hagræðing í rekstri stærsti áhersluþátturinn líkt og á síðasta ári og jókst hlutfall íslenskra fjármálastjóra sem segja að fyrirtæki sitt muni leggja áherslu á hagræðingu á næstu tólf mánuðum úr 58% í 66% milli ára.

Áhersla á stafrænar lausnir og sjálfvirknivæðingu var annað árið í röð næst stærsti áhersluþátturinn meðal íslenskra fyrirtækja, eða hjá helmingi svarenda. Stækkun með innri vexti og vöxtur á núverandi markaði fylgdu þar á eftir.

Fréttin er hluti af ítarlegri umfjöllun um könnun Deloitte í Viðskiptablaði vikunnar.