Flug­félagið Play flutti sam­tals 128.119 farþega í apríl 2025, sem er 5% aukning frá sama mánuði í fyrra þegar farþega­fjöldinn nam 122.217.

Sam­kvæmt Kaup­hallar­til­kynningu félagsins endur­speglar vöxturinn stöðuga eftir­spurn á kjarna­mörkuðum félagsins og sýnir að áherslu­breytingar í leiða­kerfi, með aukinni áherslu á sólar­landaá­fangastaði, eru að skila til­ætluðum árangri.

Sætanýting var 82,6% í apríl 2025, saman­borið við 85,1% í sama mánuði 2024. Þó að þessi breyting sýni lækkun má hana að mestu rekja til meiri áherslu á beint flug frá Ís­landi til Suður-Evrópu, segir félagið.

Slíkar leiðir eru al­mennt með lægri sætanýtingu þar sem tengi­farþegar (VIA) eru færri, en í staðinn skila þær að jafnaði meiri eininga­tekjum þar sem verð á slíkum ferðum er yfir­leitt hærra og eftir­spurnin stöðug yfir sumartímann.

Hlut­fall farþega sem ferðuðust frá Ís­landi jókst í 36,9%, úr 30,0% í apríl 2024. Einnig jókst hlut­fall farþega til Ís­lands úr 27,0% í 31,8%.

Hins vegar lækkaði hlut­fall tengi­farþega (VIA) úr 43,0% í 31,3%. Þessi þróun sýnir hvernig félagið hefur vís­vitandi minnkað vægi tengi­flug­stefnunnar og fært fókus yfir á beint flug sem betur þjónar bæði ís­lenska markaðnum og ferðamönnum til landsins.

Horfur fyrir sumarið 2025 eru góðar að mati félagsins.

Sætanýting og eininga­tekjur eru að batna miðað við sama tíma­bil í fyrra og bókunar­staða farþega til og frá Ís­landi er sterk. PLAY bætir við enn frekara flug­fram­boði og opnar í sumar tvær nýjar leiðir til vinsælla sólar­landa: Anta­lya í Tyrk­landi og Faro í Portúgal.

„Frammistaðan í apríl sýnir að nýja stefnan okkar er að skila árangri og á sam­starfs­fólk mitt hjá PLAY allt lof skilið fyrir að láta nýja við­skiptalíkanið okkar verða að veru­leika. Við sjáum mikla eftir­spurn á lykilmörkuðum og áherslunni á flug til sólar­landa er vel tekið. Þó að þessar leiðir séu jafnan með aðeins lægri sætanýtingu, eru þær með hærri tekjur og aukna arð­semi. Bókunar­staðan er góð fyrir komandi mánuði og við sjáum fram á gott sumar þar sem við munum leggja okkur öll fram við að veita farþegum okkar frábæra þjónustu á góðu verði,” segir Einar Örn Ólafs­son, for­stjóri Play.