Hluta­bréfa­verð Heima leiddi hækkanir í Kaup­höllinni í dag er gengi fast­eigna­fé­lagsins hækkaði um 4% í yfir 400 milljón króna við­skiptum.

Hluta­bréf í Heimum hafa hækkað um tæp 17% síðast­liðinn mánuð en fjár­festinga­fé­lag Bald­vins Þor­steins­sonar sem og breska sjóða­stýringa­fé­lagið Redwheel hafa keypt í fé­laginu síðast­liðna viku.

Í dag var greint frá því að Langi­sjór, sem á meðal annars leigu­fé­lagið Ölmu, Mata og sæl­gætis­gerðina Freyju, hafi gert yfir­töku­til­boð í allt hluta­fé Eikar eftir að hafa eignast 30% hlut í fast­eigna­fé­laginu í morgun.

Hluta­bréfa­verð Heima leiddi hækkanir í Kaup­höllinni í dag er gengi fast­eigna­fé­lagsins hækkaði um 4% í yfir 400 milljón króna við­skiptum.

Hluta­bréf í Heimum hafa hækkað um tæp 17% síðast­liðinn mánuð en fjár­festinga­fé­lag Bald­vins Þor­steins­sonar sem og breska sjóða­stýringa­fé­lagið Redwheel hafa keypt í fé­laginu síðast­liðna viku.

Í dag var greint frá því að Langi­sjór, sem á meðal annars leigu­fé­lagið Ölmu, Mata og sæl­gætis­gerðina Freyju, hafi gert yfir­töku­til­boð í allt hluta­fé Eikar eftir að hafa eignast 30% hlut í fast­eigna­fé­laginu í morgun.

Langi­sjór fer nú með 1.029.061.237 hluta, sem er um 11,7 milljarðar króna að markaðs­virði. Eignar­hluturinn gefur Langa­sjó at­kvæðis­rétt upp á 30,06% í Eik en við það myndast til­boðs­skylda sam­kvæmt lögum um yfir­tökur.

Til­boðs­verð mun hljóða upp á 11 krónur á hlut og mun greiðast með reiðu­fé.

Dagsloka­gengi Eikar var 11,1 króna en gengið fór hæst í 11,4 krónur í dag. Hluta­bréfa­verð Eikar hækkaði um 1% í yfir 300 milljón króna við­skiptum í dag en gengi fast­eigna­fé­lagsins hefur hækkað um 12% síðast­liðinn mánuð.

Hluta­bréfa­verð Reita hækkaði um rúm 2% í um 400 milljón króna við­skiptum í dag en gengi fé­lagsins hefur einnig verið á á­gætis skriði síðustu vikur og farið upp um tæp 8% síðast­liðna tíu daga.

Stór utanþingsviðskipti með bréf Kviku

Mesta veltan var með bréf Kviku banka er gengi bankans fór upp um rúm 2% í 1,3 milljarða króna við­skiptum. Dagsloka­gengi Kviku var 15,95 krónur sem er um 5% hærra en fyrir mánuði síðan.

Stór utan­þings­við­skipti með um 43 milljónir hluta í bankanum voru til­kynnt í morgun á genginu 15,5 krónur sem sam­svarar um 666,5 milljóna króna við­skipti.

Úr­vals­vísi­talan OMXI15 hækkaði um 0,2% í við­skiptum dagsins og var heildar­velta á markaði 3,9 milljarðar.