Fasteignafélagið Heimar, sem hét áður Reginn, hefur á síðastliðnum árum lagt áherslu á að fjárfesta í eignum á skilgreindum kjarnasvæðum félagsins. Halldór Benjamín Þorbergsson, forstjóri Heima, gerði kjarnasvæðin að umræðuefni á uppgjörsfundi í dag.
Á meðfylgjandi sem er tekin úr uppgjörskynningu Heima má sjá að frá árinu 2018 hefur 95% eigna sem félagið hefur keypt verið innan kjarnasvæðanna og 98% seldra eigna verið utan þeirra.
„Eignasafnið okkar er mjög agað og það er mjög stefnumiðað - stefna félagsins er afskaplega skýr. Við erum að byggja upp kjarna víðsvegar á höfuðborgarsvæðinu og á Akureyri,“ sagði Halldór Benjamín.
„Við vílum ekkert fyrir okkur að selja eignir utan kjarnasvæði með það að markmiði að endurfjárfesta því innan kjarnasvæði og/eða byggja nýja kjarna.“
Til að lesa meira
Hægt að er kaupa áskrift að Viðskiptablaðinu, Fiskifréttum og Frjálsri verslun hér.
Verð frá 2.749 kr. á mánuði