Sam­kvæmt mánaðar­skýrslu Hús­næðis- og mann­virkja­stofnunar er fast­eigna­markaðurinn hér­lendis orðinn tví­skiptur. Mikil eftir­spurn er eftir ó­dýrum í­búðum en veru­lega hefur dregið úr eftir­spurn eftir dýrum í­búðum.

Kaup­samningar í ágúst voru færri en á síðustu sex mánuðum þar á undan, jafn­vel þótt kaup­samningar vegna Grinda­víkur séu teknir til hliðar. Hins vegar var fjöldi kaup­samninga í mánuðinum ná­lægt sögu­legu meðal­tali.

„Tví­skipting fast­eigna­markaðarins er að miklu leyti til­komin vegna tak­markana Seðla­bankans á greiðslu­byrði lána. Tak­markanirnar hafa dregið úr eftir­spurn á dýrari í­búðum, en þær seljast nú hægt á meðan ó­dýrustu í­búðirnar seljast hratt,“ segir í skýrslu HMS.

Sam­kvæmt HMS eru yfir 20% í­búða sem eru ekki í ný­byggingum á höfuð­borgar­svæðinu að seljast á yfir­verði og er það hlut­fall á­þekkt því sem var á seinni hluta áranna 2017 og 2020, þegar mikill eftir­spurnar­þrýstingur var á hús­næðis­markaði.

Á sama tíma hefur greiðslu­byrði lána á í­búðum aukist tölu­vert og hefur hún ekki verið jafn­há fyrir verð­tryggð lán síðan í fjár­mála­hruninu árið 2008.

Leigu­verð lækkað tvo mánuði í röð

Þá er leigu­markaðurinn að leita aukins jafn­vægis eftir miklar verð­hækkanir, en vísi­tala leigu­verðs á höfuð­borgar­svæðinu hefur nú lækkað á milli mánaða tvo mánuði í röð.

Sam­kvæmt tölum frá leigu­vefnum Myigloo.is dregur úr eftir­spurnar­þrýstingi, þar sem virkum leit­endum á hvern leigu­samning fækkar.

„Hins vegar bendir leigu­markaðs­könnun HMS í ár til þess að helmingur leigj­enda búi við í­þyngjandi hús­næðis­kostnað hér á landi. Í al­þjóð­legum saman­burði býr hátt hlut­fall leigj­enda við í­þyngjandi hús­næðis­kostnað hér á landi og innan OECD er hús­næðis­kostnaður leigj­enda einungis meiri í Finn­landi, Noregi, Sví­þjóð og Hollandi,“ segir í skýrslu HMS.

Veð­setningar­hlut­fall heimila er í sögu­legu lág­marki

Að mati HMS sýnir lána­markaðurinn að vaxta­hækkanir séu að bíta, en hlut­fall vaxta­greiðslna af ráð­stöfunar­tekjum fólks fer nú hækkandi.

„Vaxta­gjöld vegna í­búða­lána hækkuðu annað árið í röð eftir tíma­bil lágra vaxta árin 2020 og 2021 en heimili landsins greiddu að jafnaði 5,7% af ráð­stöfunar­tekjum í vaxta­gjöld í fyrra og er hlut­fallið það hæsta frá 2016. Hækkandi vaxta­byrði kemur illa niður á ein­stak­lingum með í­búða­lán. Þó er mikill munur eftir fjöl­skyldu­stöðu en verst kemur hækkandi greiðslu­byrði niður á barna­fjöl­skyldum.“

Veð­setningar­hlut­fall heimila er í sögu­legu lág­marki en miklar hækkanir á fast­eigna­verði síðustu ára hafa fært heimilum landsins aukið veð­rými.

Á byggingar­markaði hefur upp­bygging í­búða ekki náð að upp­fylla vænta í­búða­þörf í flestum sveitar­fé­lögum landsins.

Einungis fimm af 14 sveitar­fé­lögum sem á­ætluðu mestu í­búða­fjölgunina náðu að byggja í takt við á­ætlaða þörf í fyrra. Þetta voru Garða­bær, Hafnar­fjörður, Ár­borg, Ölfus og Akra­nes­kaup­staður.