Mesta lækkun á fasteignaverði í fjórtán ár mældist í Bretlandi í júlí. Vísitala fasteignaverðs féll um 0,2% milli mánaða og nam árslækkunin 3,8% sem er mesta lækkun frá því árið 2009. Meðalverð fasteigna í landinu er nú um 44 milljónir króna.
Að sögn breska blaðsins Financial Times er lækkunin stýrð af minni eftirspurn vegna hærri vaxta á fasteignalánum og á sama tíma fer framboð á fasteignum minnkandi.