Gjafir og gjafakort frá 66°Norður hafa notið mikilla vinsælda í gegnum tíðina en fyrirtækið býður upp á mikið úrval af vönduðum vörum þar sem allir geta fundið eitthvað við sitt hæfi.

„Fyrirtækjaþjónusta 66°Norður sér um að sníða tilboð í jólagjafir eftir þörfum fyrirtækja og stofnana. Við aðstoðum við að finna réttu jólagjafirnar fyrir starfsmenn. Við bjóðum upp á fjölbreytt úrval af fatnaði hvort sem um er að ræða skjólgóðan útivistarfatnað fyrir óútreiknanlega veðráttu eða snyrtilegan og þægilegan fatnað fyrir skrifstofuna," segir Rósa Tryggvadóttir, sölustjóri á fyrirtækjasviði 66°Norður.

„Meirihluti fatnaðar frá 66°Norður er framleiddur í okkar eigin verksmiðjum, undir ströngu eftirliti og með umhverfisvænum aðferðum. Við störfum náið með framleiðendum þeirra efna sem við veljum fyrir fatnaðinn okkar og leitum ávallt uppi vönduðustu og öruggustu efnin sem völ er á. Þjálfað útivistarfólk, hlauparar og aðrir sérfræðingar prófa fatnaðinn áður en framleiðsla hefst, þannig vitum við að fatnaðurinn frá 66°Norður mun reynast þægilegur og öruggur í köldu og blautu veðri í borginni og dýrmætur þegar fólk vill reyna sig úti í náttúrunni. Eins og við vitum þá er veðrið á Íslandi þekkt fyrir að koma sífellt á óvart,“ segir Rósa.

Gjafakort 66°Norður virka í öllum verslunum 66°Norður á Íslandi ásamt útsölumörkuðum og vefverslun

„Gjafakortin henta flestum enda úr miklu að velja. Vöruúrvalið er mjög breitt og getur starfsmaðurinn notað það til að versla á sig sjálfan, makann, börnin eða jafnvel keypt á sig vinnufatnað ef út í það er farið. Við bjóðum upp á klassísku gjafakortin okkar í kortaumslagi, þar er hægt að bæta við jólakveðju til starfsmanna. Nú gefst starfsmönnum einnig kostur á að fá gjafakortin beint í símann. Starfsmaður hleður kortið niður í Apple eða Android Wallet og er það þá alltaf klárt við höndina," segir Rósa ennfremur.

Hafðu samband við söludeild með því að senda tölvupóst á [email protected] eða í síma 535-6660 og fáðu tilboð í jólagjafir fyrir hópinn þinn.

Gjafakort 66°Norður hafa notið mikilla vinsælda

Snæfell: Polartec NeoShell® jakki fyrir hreyfingu og alhliða útivistarnotkun

Básar: Ullarsett úr 100% Merino ull. Merino ullin hefur sérlegan eiginleika til að halda líkamanum þurrum og hlýjum

Bakboki: 15L bakpoki framleiddur úr afgangsefni úr verksmiðju okkar

Fylgihlutir: Við bjóðum upp á fjölbreytt úrval af fylgihlutum sem er fullkomið fyrir stóra sem smáa hópa