Al­vot­ech til­kynnti í nótt að að Mat­væla- og lyfja­eftir­lit Banda­ríkjanna (FDA) hefði veitt fé­laginu leyfi til sölu og markaðs­setningar í Banda­ríkjunum á Simlandi (adali­mu­mab-ryvk), sem líf­tækni­lyfja­hlið­stæðu við Humira.

Simlandi (AVT02) verður fyrsta líf­tækni­lyfja­hlið­stæðan á markaði í Banda­ríkjunum sem er út­skiptan­leg við Humira í háum styrk.

Á síðasta ári var Humira eitt mest selda lyf heims, og nam sala þess í Banda­ríkjunum um 1.680 milljörðum króna, sam­kvæmt árs­skýrslu fram­leiðanda lyfsins fyrir 2023.

Al­vot­ech til­kynnti í nótt að að Mat­væla- og lyfja­eftir­lit Banda­ríkjanna (FDA) hefði veitt fé­laginu leyfi til sölu og markaðs­setningar í Banda­ríkjunum á Simlandi (adali­mu­mab-ryvk), sem líf­tækni­lyfja­hlið­stæðu við Humira.

Simlandi (AVT02) verður fyrsta líf­tækni­lyfja­hlið­stæðan á markaði í Banda­ríkjunum sem er út­skiptan­leg við Humira í háum styrk.

Á síðasta ári var Humira eitt mest selda lyf heims, og nam sala þess í Banda­ríkjunum um 1.680 milljörðum króna, sam­kvæmt árs­skýrslu fram­leiðanda lyfsins fyrir 2023.

Sam­kvæmt til­kynningu fé­lagsins til Kaup­hallarinnar getur markaðs­leyfi með út­skiptan­leika veitt einka­rétt til markaðs­setningar á líf­tækni­lyfja­hlið­stæðu við Humira í við­komandi styrk­leika í Banda­ríkjunum.

„Markaðs­leyfi í Banda­ríkjunum er tví­mæla­laust mikil­væg varða á veg­ferð Al­vot­ech. Mark­mið okkar er að auka að­gengi sjúk­linga um allan heim að hag­kvæmari líf­tækni­lyfjum og nú bætast Banda­ríkin í hóp þeirra fjöl­mörgu ríkja sem veitt hafa markaðs­leyfi fyrir líf­tækni­lyfja­hlið­stæður Al­vot­ech,“ segir Róbert Wessman, forstjóri Alvotech.

„Við teljum að líf­tækni­lyfja­hlið­stæður séu ó­missandi liður í að draga úr kostnaði við heil­brigðis­þjónustu, ekki síst í Banda­ríkjunum þar sem meira en 40% alls lyfja­kostnaðar er vegna líf­tækni­lyfja. Markaðurinn í Banda­ríkjunum er enn í hraðri þróun og straum­hvörf geta nú orðið þegar adali­mu­mab líf­tækni­lyfja­hlið­stæða í háum styrk­leika með út­skiptan­leika er loksins í boði.“

Áður en sam­þykki FDA kom í nótt hafði lyfja­eftir­litið tví­vegis synjað um­sókn fyrir­tækisins um markaðs­leyfi og þurfti fé­lagið að sækja sér aukið fjár­magn til að standa straum af rekstri.

Í kjöl­far á­kvörðunar FDA síðasta sumar seldi fjár­festinga­fé­lagið Aztiq, aðal­eig­andi Al­vot­ech, tæp­lega tuttugu prósenta eignar­hlut í sam­heita­lyfja­fyrir­tækinu Lotus. Nokkrum vikum síðar sölu­tryggði Aztiq, sem er að stærstum hluta í eigu Róberts Wess­man, 13 milljarða króna út­boð til hæfra fjár­festa á víkjandi skulda­bréfum með breyti­rétti

Al­vot­ech jók einnig sam­starf sitt við Teva Pharmaceuti­cals, banda­rískt dóttur­fé­lag Teva Pharmaceuti­cal Industries Ltd. en Teva sér um sölu og markaðs­setningu á Simlandi.

„Simlandi er fyrsta líf­tækni­lyfja­hlið­stæðan í háum styrk og án sítrats sem hlýtur markaðs­leyfi með út­skiptan­leika við Humira,“ segir Dr. Eric Hug­hes, fram­kvæmda­stjóri al­þjóð­legra rann­sókna- og þróunar og lækninga hjá Teva, í ­til­kynningunni.

„Líf­tækni­lyfja­hlið­stæður stuðla að sparnaði í heil­brigðis­kerfinu og auka úr­val með­ferða sem sjúk­lingum standa til boða. Markaðs­leyfið er mikil­vægur á­fangi í á­ætlunum Teva um að auka fram­boð, að­gengi að og notkun líf­tækni­lyfja­hlið­stæða í Banda­ríkjunum.“