La Dolce Vita ehf., sem er í eigu Baldurs Ingvars­sonar staðar­haldara á Staðar­felli á Fells­strönd, hefur fest kaup á fé­lags­heimilinu að Staðar­felli. Selj­endur voru Dala­byggð, Kven­fé­lagið Hvöt og Ung­menna­fé­lagið Dögun.

„Fé­lags­heimilið að Staðar­felli hefur verið mið­punktur og grund­völlur fé­lags­lífs á Fells­ströndinni um ára­tuga­skeið. Þar hefur á­vallt ríkt góður andi og margar góðar minningar eru frá skemmti­legum stundum og góðu fólki. Kaupin fela meðal annars í sér að Ung­menna­fé­laginu Dögun á Fells­strönd er heimiluð af­not af Fé­lags­heimilinu að Staðar­felli til að halda þorra­blót, kór­æfingar, söng­skemmtanir, fé­lags­fundi og annað menningar­starf sveitarinnar hverju sinni í fullu sam­ráði og sam­starfi við nýjan eig­anda,“ segir í frétta­til­kynningu.

Samkvæmt tilkynningu hafa allir hlutað­eig­endur átt náin og góð sam­skipti varðandi við­skiptin og eru ein­huga um sam­vinnu og sam­starf til fram­tíðar.

„Það er öllum í hag að upp­bygging svæðisins gangi sem best og fé­lags­heimilið sé sjálf­bær eining í rekstri.“

„Upp­bygging Staðar­fells er lang­tíma sóknar­verk­efni sem þarfnast náinnar sam­vinnu og sam­starfs við stað­bundna verslun og þjónustu. Kaupin á fé­lags­heimilinu styðja við það ein­staka sam­fé­lag sem fyrir er á Fells­strönd. Fram undan eru gjöfulir tímar í endur­gerð þessa fá­gæta og fal­lega staðar með góðu fólki sér við hlið,“ segir Baldur Ingvars­son eig­andi Staðar­fells.