Það lofaði góðu árið 2001 þegar stærstu land­eig­endur Dan­merkur stofnuðu fé­lag með það í huga að fram­leiða alls kyns vörur úr dönskum land­búnaði.

Fé­lagið fékk heitið De 5 Gaar­de en það dregur nafn sitt af þeim fimm landar­eignum sem stofn­endur lögðu til.

Jóa­kim Dana­prins lagði til landar­eignina Schac­ken­borg á meðan Troels Holch Povl­sen, stofnandi Best­seller-sam­stæðunnar, lagði til jarðirnar Gylling­næs og Constantins­borg.

Danski léns­herrann Bendt Wedell lagði síðan til landar­eignirnar Frij­sen­borg og Wedells­borg og urðu því eignirnar í fé­laginu fimm.

De 5 Gaar­de fram­leiddi og seldi allt frá súkku­laði, kjúk­lingi, sápum og kryddum yfir í bjór, vín og sóda­vatn.

Nú tuttugu og þremur árum síðar hefur fé­lagið lagt upp laupana en sam­kvæmt Børsen sýnir nýjasti árs­reikningur fé­lagsins að starf­semin sé engin og verður fé­lagið leyst upp á reiknings­árinu 2024/25.

Povlsen keypti Gylling­næs sveitasetrið árið 1995.
Povlsen keypti Gylling­næs sveitasetrið árið 1995.

Starf­semin gekk vel framan af og skilaði fé­lagið hóf­legum hagnaði í meira en ára­tug eftir stofnun.

Árið 2017 skilaði fé­lagið tapi í fyrsta sinn og tókst aldrei að snúa rekstrinum við. Saman­lagt hefur fé­lagið tapað 4,7 milljónum danskra króna.

Povlsen keypti vörumerkin

Sam­kvæmt Børsen byrjuðu eig­endur fé­lagsins að sýna fé­laginu minni á­huga um leið og tap­reksturinn hófst en stærsta höggið kom árið 2019 þegar léns­herrann Bendt Wedell á­kvað að selja sig úr fé­laginu og hefja kjúk­linga­fram­leiðslu undir eigin vöru­merki, Frij­sen­borg, fremur en De 5 Gaar­de.

Wedell er í dag einn stærsti kjúk­linga­fram­leiðandi Dan­merkur.

Jóa­kim Dana­prins seldi Schac­ken­borg-kastala til styrktar­sjóðs árið 2014 og losaði um megin­þorra af hlutum sínum í De 5 Gaar­de árið 2017.

Hann seldi restina af sínum hlutum til Troels Holch Povl­sen í desember 2023.

Troels Holch Povlsen, stofnandi Bestseller.
Troels Holch Povlsen, stofnandi Bestseller.

Skömmu síðar var á­kveðið að reka fé­lagið í þrot er Povl­sen keypti öll vöru­merkin sem og slag­orðið úr „Sma­gen af et yndigt land” sem laus­lega þýðist sem „bragðið af yndis­legu landi“.

Vöru­merki fé­lagsins eru nú í höndum fé­lagsins Alma by G sem er í 55% eigu Povl­sen og 45% eigu Ul­manen-fjöl­skyldunnar í Dan­mörku.