Álf­heimur ehf., eignar­halds­fé­lag Höllu Hrundar Loga­dóttur for­seta­fram­bjóðanda og Kristjáns Freys Kristjáns­sonar eigin­manns hennar, hagnaðist um 43,3 milljónir árið 2022.

Hjónin eiga fé­lagið til helminga en Álf­heimar er stærsti hluthafi ís­lenska hug­búnaðar­fyrir­tækisins 50skills ehf. með um 30% hlut, samkvæmt síðasta ársreikningi sprotafyrirtækisins. Kristján er framkvæmdastjóri og einn stofnenda fyrirtækisins.

Eignir Álf­heima voru bókfærðar á tæp­lega 59 milljónir í árs­lok 2022 en þar af var eignar­hluturinn í 50skills um 55,4 miljónir.

50skills hefur þróað hugbúnaðarlausn sem hjálpar vinnuveitendum að virkja nýtt starfsfólk á vinnustaðnum. Fyrirtækið tryggði sér 360 milljóna króna fjármögnun frá vísisjóðnum Frumtaki III árið 2022. Vísisjóðurinn átti 20,4% hlut í félaginu í árslok 2022

Sem fyrr segir á fé­lag þeirra hjóna um 30% hlut í 50skills ehf. en aðrir hlut­hafar fé­lagsins eru meðal annars MurK Capi­tal sem er 100% eigu Georgs Sigur­bjarnar Ólafs­sonar, AJ103 ehf., sem er í 100% eigu Andra Janus­sonar, BFA ehf., sem er í 100% eigu Bjarka Fannars Atla­sonar., SRH85 ehf., sem er i 100% eigu Sigurðar Rúnars Helga­sonar.

Þá á fé­lagið i2 ehf., sem er í eigu Þór­linds Kjartans­sonar fyrrum að­stoðar­manns Þór­dísar Kol­brúnar R. Gylfa­dóttur utan­ríkis­ráð­herra um 1,6% hlut í fyrir­tækinu.

Stekkjar­hvammur ehf., sem er í jafnri eigu Ragnars Guð­munds­son og Svan­hildar Magnús­dóttur á einnig 1,6% hlut í fyrir­tæki.