Taílensk yfirvöld hafa veitt íbúum 93 landa leyfi til að heimsækja landið án þess að þurfa vegabréfsáritun í von um að styðja við ferðaþjónustu landsins. Leyfið tók í gildi í dag og geta gestir þessara ríkja heimsótt Taíland í allt að 60 daga.

Áður fyrr máttu íbúar 57 ríkja heimsækja Taíland án vegabréfsáritunar.

Taílensk yfirvöld hafa veitt íbúum 93 landa leyfi til að heimsækja landið án þess að þurfa vegabréfsáritun í von um að styðja við ferðaþjónustu landsins. Leyfið tók í gildi í dag og geta gestir þessara ríkja heimsótt Taíland í allt að 60 daga.

Áður fyrr máttu íbúar 57 ríkja heimsækja Taíland án vegabréfsáritunar.

Ferðaþjónustan er mikilvægur iðnaður í Taílandi en hann hefur þó ekki náð sér aftur eftir heimsfaraldur. Aftur á móti heimsóttu 17,5 milljónir ferðamanna Taíland á fyrstu sex mánuðum ársins sem er 35% aukning miðað við sama tímabil í fyrra.

Tekjur frá ferðaþjónustu námu rúmlega 23 milljörðum dala en það er innan við fjórðungur af markmiði ríkisstjórnarinnar. Þá var meirihluti ferðamanna frá Kína, Malasíu og Indlandi.

Yfirvöld hafa þar að auki kynnt nýja fimm ára vegabréfsáritun fyrir farandverkamenn, sem gerir handhöfum kleift að dvelja í allt að 180 daga á hverju ári. Erlendir námsmenn sem útskrifast með BA-gráðu eða hærri munu einnig geta dvalið í eitt ár eftir útskrift til að finna sér vinnu eða ferðast.