Sprota­fyrir­tækið Brineworks sótti ný­verið um 2 milljónir evra í fjár­mögnunar­lotu sem sam­svarar um 305 milljónum ís­lenskra króna. Brineworks hefur þróað svo­kallaðan raf­greini sem í ein­földu máli fram­leiðir kol­tví­sýring (CO2) og vetni (H2) beint úr sjó, sem hægt er að nýta í að búa til sjálf­bært elds­neyti.

Guð­finnur Sveins­son, annar tveggja stofn­enda, segir fjár­mögnunina gera fé­laginu kleift að halda á­fram að þróa og fram­kvæma prófanir á raf­greininum en næstu skref séu síðan að skala tæknina upp.

Sænski vísi­sjóðurinn Pale blue dot leiddi fjár­mögnunina en Nucleus Capi­tal, First Mo­mentum og Founders Factory tóku einnig þátt. „Það voru fimm evrópskir vísi­sjóðir sem tóku þátt í þessari fjár­mögnunar­lotu en aðal­sjóðurinn Pale blue dot er með þekktari lofts­lags­sjóðum í Evrópu,“ segir Guð­finnur.

Til að lesa meira

Hægt að er kaupa áskrift að Viðskiptablaðinu, Fiskifréttum og Frjálsri verslun hér.

Verð frá 2.749 kr. á mánuði