Sprotafyrirtækið Brineworks sótti nýverið um 2 milljónir evra í fjármögnunarlotu sem samsvarar um 305 milljónum íslenskra króna. Brineworks hefur þróað svokallaðan rafgreini sem í einföldu máli framleiðir koltvísýring (CO2) og vetni (H2) beint úr sjó, sem hægt er að nýta í að búa til sjálfbært eldsneyti.
Guðfinnur Sveinsson, annar tveggja stofnenda, segir fjármögnunina gera félaginu kleift að halda áfram að þróa og framkvæma prófanir á rafgreininum en næstu skref séu síðan að skala tæknina upp.
Sænski vísisjóðurinn Pale blue dot leiddi fjármögnunina en Nucleus Capital, First Momentum og Founders Factory tóku einnig þátt. „Það voru fimm evrópskir vísisjóðir sem tóku þátt í þessari fjármögnunarlotu en aðalsjóðurinn Pale blue dot er með þekktari loftslagssjóðum í Evrópu,“ segir Guðfinnur.
Til að lesa meira
Hægt að er kaupa áskrift að Viðskiptablaðinu, Fiskifréttum og Frjálsri verslun hér.
Verð frá 2.749 kr. á mánuði