Sprota­fyrir­tækið Brineworks sótti ný­verið um 2 milljónir evra í fjár­mögnunar­lotu sem sam­svarar um 305 milljónum ís­lenskra króna. Brineworks hefur þróað svo­kallaðan raf­greini sem í ein­földu máli fram­leiðir kol­tví­sýring (CO2) og vetni (H2) beint úr sjó, sem hægt er að nýta í að búa til sjálf­bært elds­neyti.

Guð­finnur Sveins­son, annar tveggja stofn­enda, segir fjár­mögnunina gera fé­laginu kleift að halda á­fram að þróa og fram­kvæma prófanir á raf­greininum en næstu skref séu síðan að skala tæknina upp.

Sænski vísi­sjóðurinn Pale blue dot leiddi fjár­mögnunina en Nucleus Capi­tal, First Mo­mentum og Founders Factory tóku einnig þátt. „Það voru fimm evrópskir vísi­sjóðir sem tóku þátt í þessari fjár­mögnunar­lotu en aðal­sjóðurinn Pale blue dot er með þekktari lofts­lags­sjóðum í Evrópu,“ segir Guð­finnur.

Sprota­fyrir­tækið Brineworks sótti ný­verið um 2 milljónir evra í fjár­mögnunar­lotu sem sam­svarar um 305 milljónum ís­lenskra króna. Brineworks hefur þróað svo­kallaðan raf­greini sem í ein­földu máli fram­leiðir kol­tví­sýring (CO2) og vetni (H2) beint úr sjó, sem hægt er að nýta í að búa til sjálf­bært elds­neyti.

Guð­finnur Sveins­son, annar tveggja stofn­enda, segir fjár­mögnunina gera fé­laginu kleift að halda á­fram að þróa og fram­kvæma prófanir á raf­greininum en næstu skref séu síðan að skala tæknina upp.

Sænski vísi­sjóðurinn Pale blue dot leiddi fjár­mögnunina en Nucleus Capi­tal, First Mo­mentum og Founders Factory tóku einnig þátt. „Það voru fimm evrópskir vísi­sjóðir sem tóku þátt í þessari fjár­mögnunar­lotu en aðal­sjóðurinn Pale blue dot er með þekktari lofts­lags­sjóðum í Evrópu,“ segir Guð­finnur.

Hann segir fé­lagið ekki vera að ein­blína sér­stak­lega á kol­efnis­förgun þó að vissu­lega væri hægt að nota raf­greininn til að fanga kol­tví­sýring úr sjónum og farga honum í sam­starfi við fyrir­tæki eins og Car­b­fix, en að hans mati á sá markaður enn frekar langt í land með að ná stöðug­leika.

„Það sem við erum að ein­blína á er að lækka kostnaðinn við að búa til sjálf­bært elds­neyti“ segir Guð­finnur. „Það sem er að gerast í heiminum er að við erum að reyna að draga úr notkun jarð­efna­elds­neytis. Þar sem raf­væðing með batteríum er ekki fýsi­leg, s.s. í flugi og skipa­flutningum, er lausnin ra­f­elds­neyti.“

Þotu­elds­neyti, metan og dísill á það allt sam­eigin­legt að vera gert úr kol­efni og vetni. Helstu að­ferðir til að út­búa ra­f­elds­neyti byrja með kol­tví­sýring og vetni sem grunn­hrá­efni, sem svo eru unnin á­fram til þess að mynda elds­neyti sem hægt er að nota beint á t.a.m. flug­vélar og skip.

Þessi frétt er hluti af lengri umfjöllun Viðskiptablaðsins um Brineworks. Áskrifendur geta lesið umfjöllunina í heild sinni hér.