Átján fyrirtæki fengu í dag viðurkenningu fyrir góða stjórnarhætti. Viðurkenningarnar voru afhentar við hátíðlega athöfn á Nauthóli. Það eru Stjórnvísi, Viðskiptaráði Íslands, Samtökum atvinnulífsins og Nasdaq Iceland sem standa að viðurkenningunum.

Fyrirmyndarfyrirtækin átján eru afar fjölbreytt en þar má nefna fjármála- og tryggingastarfsemi, fjarskipti, leigustarfsemi, eignaumsýslu og ferðaþjónustu.

Fyrirtækin sem hlutu viðurkenningu árið 2025 eru:

  • Alvotech
  • Arion banki
  • Eik fasteignafélag
  • Fossar fjárfestingarbanki
  • Heimar
  • Icelandair Group
  • Íslandssjóðir
  • Kvika banki
  • Orkan IS
  • Reiknistofa bankanna
  • Reitir fasteignafélag
  • Sjóvá
  • Skagi
  • Stefnir
  • VÍS,
  • Vörður tryggingar
  • Ölgerðin Egill Skallagríms.

Markmið verkefnisins er að efla traust í viðskiptalífinu og styrkja innviði fyrirtækja með því að hvetja til skýrra vald- og ábyrgðarskipta innan stjórna og stjórnenda. Fylgni við góða stjórnarhætti stuðlar að faglegri ákvarðanatöku, ábyrgari rekstri og bættri samskiptamenningu innan fyrirtækja. Þannig verður stjórnarstarf bæði skilvirkara og traustara í augum almennings. Liður í því er meðal annars útgáfa, og regluleg uppfærsla, leiðbeininga um stjórnarhætti fyrirtækja sem sjá má á www.leidbeiningar.is.

Viðurkenningarnar voru afhentar af Sigríði Margréti Oddsdóttur, framkvæmdastjóra Samtaka atvinnulífsins. Fundarstjóri var Björn Brynjúlfur Björnsson, framkvæmdastjóri Viðskiptaráðs Íslands.