Samkvæmt upplýsingum frá Orkustofnun nemur kostnaður vegna ferðalaga Höllu Hrundar Logadóttir orkumálastjóra erlendis tæpum sex milljónum króna frá apríl 2021 þegar hún var skipuð í embætti.
Fram kemur í svari Orkustofnunar við fyrirspurn Viðskiptablaðsins að orkumálastjóri hafi lagt áherslu að fækka ferðum til útlanda á vegum stofnunarinnar.
Í síðustu viku var greint frá því að orkustjóri hafi verið á ferðalagi í Argentínu á dögunum og fundaði samkvæmt tilkynningu Orkustofnunar með Santiago Cafiero utanríkisráðherra Argentínu til að ræða loftslagsmál og orkuskipti.
Samkvæmt svörum Orkustofnunar var erindi Höllu Hrundar til Argentínu að flytja ræðu á alþjóðaráðstefnu um vetni auk vinnufunda sem eru ekki tilgreindir nánar í svarinu.
Alls hefur orkumálastjóri farið í þrettán ferðir á vegum stofnunarinnar frá því að hún var skipuð í embætti í apríl 2021.
Eftirsótt í að halda erindi erlendis
Í svari Orkustofnunar segir að það er títt óskað er eftir að Halla Hrund flytji erindi um orku- og loftlagsmál auk þess sem að annað alþjóðastarf er tilgreint sem ástæða heimsóknar. Orkumálastjóri fór þannig í „vindorkuferð“ á vegum Grænvangs til Noregs á þessu ári.
Samkvæmt lögum snýst starf Orkustofnunar fyrst og fremst út á að veita eða hafna beiðnum um virkjunarframkvæmdir og hafa eftirlit með orkustarfsemi á Íslandi. En samkvæmt svari Orkustofnunar við fyrirspurn Viðskiptablaðsins má greina að stofnunin leggi mikla áherslu á alþjóðastarf.
Þannig segir í svarinu að vert sé að minna á „mikilvægi þekkingarmiðlunar og alþjóðlegs samstarfs, ekki síst um þessar mundir þegar orkumál eru helst í deiglunni.“
Þá kemur einnig fram að Orkustofnun hafi leitt samstarfsverkefni Evrópusambandsins auk þrettán annarra Evrópuríkja um framþróun jarðhitanýtingar.
Ferðalög Höllu Hrundar frá skipun í embætti í apríl 2021:
Erindi | |
COP Ráðstefna | |
Kynning,Hvarvard COP | |
2022 | |
Fundur með ESA | |
Fundur | |
Erindi | |
Ráðstefna GCEAF | |
SARIO | |
COP ráðstefna | |
EFTA fundur | |
2023 | |
Fræðsluferð um vind | |
Erindi á ráðstefnu | |
Erindi | |
Erindi og fundur | |