Sam­kvæmt upp­lýsingum frá Orku­stofnun nemur kostnaður vegna ferða­laga Höllu Hrundar Loga­dóttir orku­mála­stjóra erlendis tæpum sex milljónum króna frá apríl 2021 þegar hún var skipuð í embætti.

Fram kemur í svari Orku­stofnunar við fyrir­spurn Við­skipta­blaðsins að orku­mála­stjóri hafi lagt á­herslu að fækka ferðum til út­landa á vegum stofnunarinnar.

Í síðustu viku var greint frá því að orku­stjóri hafi verið á ferða­lagi í Argentínu á dögunum og fundaði sam­kvæmt til­kynningu Orku­stofnunar með Santiago Cafi­ero utan­ríkis­ráð­herra Argentínu til að ræða lofts­lags­mál og orku­skipti.

Sam­kvæmt svörum Orku­stofnunar var erindi Höllu Hrundar til Argentínu að flytja ræðu á al­þjóða­ráð­stefnu um vetni auk vinnu­funda sem eru ekki til­greindir nánar í svarinu.

Alls hefur orku­mála­stjóri farið í þrettán ferðir á vegum stofnunarinnar frá því að hún var skipuð í em­bætti í apríl 2021.

Eftirsótt í að halda erindi erlendis

Í svari Orku­stofnunar segir að það er títt óskað er eftir að Halla Hrund flytji erindi um orku- og loft­lags­mál auk þess sem að annað al­þjóða­starf er til­greint sem á­stæða heim­sóknar. Orkumálastjóri fór þannig í „vindorku­ferð“ á vegum Græn­vangs til Noregs á þessu ári.

Sam­kvæmt lögum snýst starf Orku­stofnunar fyrst og fremst út á að veita eða hafna beiðnum um virkjunar­fram­kvæmdir og hafa eftir­lit með orku­starf­semi á Íslandi. En sam­kvæmt svari Orku­stofnunar við fyrir­spurn Við­skipta­blaðsins má greina að stofnunin leggi mikla á­herslu á al­þjóða­starf.

Þannig segir í svarinu að vert sé að minna á „mikil­vægi þekkingar­miðlunar og al­þjóð­legs sam­starfs, ekki síst um þessar mundir þegar orku­mál eru helst í deiglunni.“

Þá kemur einnig fram að Orku­stofnun hafi leitt sam­starfs­verk­efni Evrópu­sam­bandsins auk þrettán annarra Evrópu­ríkja um fram­þróun jarð­hita­nýtingar.

Ferðalög Höllu Hrundar frá skipun í embætti í apríl 2021:

2021: Erindi
Bretland COP Ráðstefna
USA Kynning,Hvarvard COP
2022
Belgia/Brussel Fundur með ESA
USA Fundur
Grænland Erindi
USA Ráðstefna GCEAF
Slóvakía SARIO
Eygptaland COP ráðstefna
Belgia/Brussel EFTA fundur
2023
Noregur Fræðsluferð um vind
Króatía Erindi á ráðstefnu
Strasbourg Erindi
Argentína Erindi og fundur