Upp­finninga­maðurinn Guð­mundur Fer­tram Sigur­jóns­son, stofnandi og for­stjóri Kerecis, hefur verið til­nefndur til Evrópsku ný­sköpunar­verð­launanna 2024 en verð­launa­af­hending fer fram í Möltu 9. júlí.

Á sama tíma til­kynnir Evrópska einka­leyfa­stofan (EPO) einnig um vinnings­hafa vin­sælda­verð­launa, sem valinn er í gegnum raf­ræna at­kvæða­greiðslu á netinu. Allir sem til­nefndir eru til Evrópsku ný­sköpunar­verð­launanna í öllum flokkum keppa um þann titil og er opið fyrir kosningu til 9. júlí.

Guð­mundur Fer­tram og þróunar­teymi hans voru valin úr hópi rúm­lega 550 til­nefndra um verð­launin og eru nú komin í úr­slit til Evrópsku ný­sköpunar­verð­launanna 2024 í flokki stærri fyrir­tækja. Verð­launin eru viður­kenning á upp­finningum sem veitt hafa verið einka­leyfi á í Evrópu.

Upp­finninga­maðurinn Guð­mundur Fer­tram Sigur­jóns­son, stofnandi og for­stjóri Kerecis, hefur verið til­nefndur til Evrópsku ný­sköpunar­verð­launanna 2024 en verð­launa­af­hending fer fram í Möltu 9. júlí.

Á sama tíma til­kynnir Evrópska einka­leyfa­stofan (EPO) einnig um vinnings­hafa vin­sælda­verð­launa, sem valinn er í gegnum raf­ræna at­kvæða­greiðslu á netinu. Allir sem til­nefndir eru til Evrópsku ný­sköpunar­verð­launanna í öllum flokkum keppa um þann titil og er opið fyrir kosningu til 9. júlí.

Guð­mundur Fer­tram og þróunar­teymi hans voru valin úr hópi rúm­lega 550 til­nefndra um verð­launin og eru nú komin í úr­slit til Evrópsku ný­sköpunar­verð­launanna 2024 í flokki stærri fyrir­tækja. Verð­launin eru viður­kenning á upp­finningum sem veitt hafa verið einka­leyfi á í Evrópu.

Upp­finning Guð­mundar Fer­tram er flestum Ís­lendingum kunnug en hún felst í því að nota fisk­roð til að hjálpa sárum að gróa hratt og vel, hvort sem það eru sár af völdum sykur­sýki, bruna eða skurð­að­gerða.

„Fisk­roðið býður upp á marga kosti um­fram aðrar sára­græðandi vörur á markaðnum og fram­leiðsla vörunnar er mjög sjálf­bær og mikil verð­mæti eru sköpuð úr auka­af­urð fisk­vinnslu sem annars væri ekki nýtt,“ segir í frétta­til­kynningu.

Sam­kvæmt Al­þjóða­heil­brigðis­mála­stofnuninni (WHO) þjást yfir 60 milljónir manna í Evrópu af sykur­sýki. Sjúk­dómurinn skerðir getu líkamans til að græða sár og mikið hefur skort á við­unandi læknis­fræði­leg úr­ræði.

Þetta er í annað sinn sem ís­lenskt þróunar­teymi er til­nefnt til Evrópsku ný­sköpunar­verð­launanna en í fyrra voru Þor­steinn Lofts­son og Einar Stefáns­son, prófessorar emeritus við Há­skóla Ís­lands og stofn­endur Ocu­lis, til­nefndir til verð­launanna.

Í til­kynningu vegna til­nefningarinnar segir að vegna flókinnar byggingar húðarinnar og hversu flóknir sára­græðslu­ferlar eru, hefur með­höndlun sára alltaf verið krefjandi verk­efni. Hundruð þúsunda fólks um allan heim er með skerta virkni vegna sára sem ekki gróa.

Dýra­húð hefur verið notuð til að búa til eins konar stoð­grind fyrir húð­frumur að skríða inn í og mynda nýja húð.

Í tilkynningu segir að Guð­mundur Fer­tram og hans teymi hafa tekið þessa tækni á næsta stig með því að nota þorskroð sem felur í sér marg­vís­legan á­vinning fram yfir hefð­bundnar sára­vörur sem unnar eru úr húð spen­dýra.

Vegna þess að ýmsar veirur geta sýkt fleiri en eina tegund spen­dýra þarf að með­höndla sára­vörur sem unnar eru úr spen­dýrum með sterkum efnum til að draga úr smit­hættu.

Sú með­ferð dregur úr virkni þessara efna. Vegna þess að ekki er hætta á að sjúk­dómar berist frá fiskum til manna er hægt að halda vinnslu á fisk­roðinu í lág­marki, sem þýðir að hægt er að varð­veita þrí­víða byggingu þess, fitur og ómega­sýrur sem stuðla að sára­græðslu.

„Rétt eins og hjá mann­fólkinu saman­stendur roð fiska af húð­þekju, húð og undir­húð. Þróunar­lega séð er húð okkar því eins og fisk­roð fyrir utan að fisk­roðið hefur hreistur sem þróaðist í hár hjá manninum. Það tók okkur fjögur ár á rann­sóknar­stofunni að þróa að­ferð til að fjar­lægja frumur og erfða­efni úr roðinu til að koma í veg fyrir ó­næmis­svörun þegar það er sett á manns­líkamann, án þess að tapa efna­fræði­legri virkni og byggingu roðsins og varð­veita sára­græðslu­eigin­leika þess,“ út­skýrir Guð­mundur Fer­tram.

Þann 7. júlí 2023 til­kynnti Colop­last um kaup sín á Kerecis sem metin voru á 1,3 milljarða evra. Þessi tíma­móta­kaup gerðu Kerecis að fyrsta „ein­hyrningnum“ í ís­lensku við­skipta­lífi.

Evrópsku ný­sköpunar­verð­launin verða af­hent í beinu streymi frá Möltu 9. júlí næst­komandi. Þá mun Evrópska einka­leyfa­stofan einnig til­kynna um vinnings­hafa vin­sælda­verð­launanna, sem valinn verður í gegnum al­menna at­kvæða­greiðslu á netinu.