Hluta­bréf hug­búnaðar­fyrir­tækisins Figma ruku upp um 250% á fyrsta við­skipta­degi sínum á markaði í vikunni. Gengis­hækkunin hefur vakið mikla at­hygli vestan­hafs og gefur von um fleiri frumút­boð á komandi mánuðum.

Bréfin voru tekin til við­skipta á fimmtu­daginn og opnuðu í 85 dölum á hlut, sem var meira en tvöfalt út­boðs­gengi sem var 33 dalir.

Hluta­bréfa­veð félagsins hækkaði tölu­vert í við­skiptum dagsins og var dag­loka­gengið 115 dalir, sem jafn­gildir um þre­faldri hækkun.

Heildar­virði Figma eftir út­boðið er um 19 milljarðar Bandaríkja­dala en félagið sótti 1,2 milljarða í út­boðinu.

Áhugi fjár­festa á Figma var það mikill að hluta­bréfin voru ekki tekin til við­skipta fyrr en eftir há­degi, langt á eftir hefðbundnum tíma, þar sem eftir­spurn var langt um­fram fram­boð.

Sér­fræðingar telja að vel­gengni Figma geti orðið vendi­punktur fyrir aukningu í frumút­boðum í Bandaríkjunum en skráning fyrir­tækja hefur legið í dvala síðastliðin ár.

Að minnsta kosti tvö stór fyrir­tæki, Klarna og Stub­Hub, eru sögð vera íhuga skráningu.

Þrátt fyrir mikla eftir­spurn ákváðu Figma og um­sjónaraðilar út­boðsins að verð­leggja bréfin varfærnis­lega á 33 dali.

Út­boðs­gengið var einungis einum degi yfir efri mörkum verðbils sem hafði verið hækkað skömmu áður.

Það bendir til þess að fyrir­tækið hafi viljað tryggja mikla veltu og eftir­spurn á fyrsta við­skipta­degi.

Sam­kvæmt WSJ er þó ljóst að félagið van­mat eftir­spurnina.