Hlutabréf hugbúnaðarfyrirtækisins Figma ruku upp um 250% á fyrsta viðskiptadegi sínum á markaði í vikunni. Gengishækkunin hefur vakið mikla athygli vestanhafs og gefur von um fleiri frumútboð á komandi mánuðum.
Bréfin voru tekin til viðskipta á fimmtudaginn og opnuðu í 85 dölum á hlut, sem var meira en tvöfalt útboðsgengi sem var 33 dalir.
Hlutabréfaveð félagsins hækkaði töluvert í viðskiptum dagsins og var daglokagengið 115 dalir, sem jafngildir um þrefaldri hækkun.
Heildarvirði Figma eftir útboðið er um 19 milljarðar Bandaríkjadala en félagið sótti 1,2 milljarða í útboðinu.
Áhugi fjárfesta á Figma var það mikill að hlutabréfin voru ekki tekin til viðskipta fyrr en eftir hádegi, langt á eftir hefðbundnum tíma, þar sem eftirspurn var langt umfram framboð.
Sérfræðingar telja að velgengni Figma geti orðið vendipunktur fyrir aukningu í frumútboðum í Bandaríkjunum en skráning fyrirtækja hefur legið í dvala síðastliðin ár.
Að minnsta kosti tvö stór fyrirtæki, Klarna og StubHub, eru sögð vera íhuga skráningu.
Þrátt fyrir mikla eftirspurn ákváðu Figma og umsjónaraðilar útboðsins að verðleggja bréfin varfærnislega á 33 dali.
Útboðsgengið var einungis einum degi yfir efri mörkum verðbils sem hafði verið hækkað skömmu áður.
Það bendir til þess að fyrirtækið hafi viljað tryggja mikla veltu og eftirspurn á fyrsta viðskiptadegi.
Samkvæmt WSJ er þó ljóst að félagið vanmat eftirspurnina.