Kín­versku raf­hlöðu­fram­leiðendurnir CATL og BYD hafa náð tíma­mótum í þróun raf­hlöðutækni með nýjum lausnum sem gera kleift að hlaða raf­bíla á aðeins fimm mínútum sem svipar til sama tíma og það tekur að fylla bensín­bíl.

Þessi bylting er hins vegar að mestu bundin við kín­verskan markað og mun ekki nýtast bandarískum raf­bílum, sam­kvæmt The Wall Street Journal.

Raf­hlöðurnar, sem hlaðast á fimm mínútum og veita allt að 500 kíló­metra drægni voru, kynntar nýverið af CATL, stærsta raf­hlöðu­fram­leiðanda heims á sýningu í Kína.

Nýja raf­hlaðan til­heyrir svo­nefndri Shenxing-línu fyrir­tækisins og byggir á járn­fos­fati (LFP)-tækni.

Hleðslu­hraðinn jafnast á við það sem tekur að dæla bensíni á hefðbundinn bíl, og markar því veru­legt fram­fara­skref í inn­viðum raf­bíla.

Fyrir­tækið BYD hefur einnig kynnt til sögunnar hraðhleðslutækni sem veitir allt að 400 kíló­metra drægni á aðeins fimm mínútum.

BYD fram­leiðir bæði raf­hlöður og raf­bíla og keppir við Tesla um markaðs­hlut­deild í Kína.

Kín­versk yfir­burðastaða í raf­bílatækni

Fram­farirnar eru nýjustu dæmin um vaxandi yfir­burði Kína í tækniþróun tengdri raf­bílum.

Raf­bílar eru í for­gangi í stefnumótun for­setans Xi Jin­ping og hluti af yfir­grips­mikilli stefnu sem felur í sér að gera Kína að tækni­legu stór­veldi.

Þetta hefur skilað sér í miklum fram­förum í raf­hlöðum, gervi­greind og hálf­leiðurum, oft með um­tals­verðu for­skoti gagn­vart Bandaríkjunum.

CATL fram­leiðir nú meira en þriðjung af öllum raf­hlöðum fyrir raf­bíla á heims­vísu, þar á meðal fyrir kín­versku út­gáfuna af Tesla.

Nýjustu raf­hlöður CATL eru hluti af Shenxing-línunni, sem byggir á járn­fos­fat-tækni (LFP) og bjóða allt að 500 mílna drægni án þess að yfir­hitnun eigi sér stað við hraðhleðslu.

Tak­marka að­gengi

Þrátt fyrir að tækni CATL og BYD veki at­hygli verður upp­taka hennar tak­mörkuð til að byrja með.

Raf­hlöðurnar krefjast sér­stakra hraðhleðslu­stöðva sem enn eru í upp­byggingu og eru í fyrstu aðeins ætlaðar örfáum bílamódelum í Kína.

BYD hyggst reisa um 4.000 sam­hæfðar hleðslu­stöðvar innan­lands, en ekkert bendir til að slík tækni verði flutt út í bráð.

Í Bandaríkjunum standa háir tollar í vegi fyrir út­breiðslu kín­verskra raf­bíla. Tollar á kín­verska bíla námu 100% í tíð Biden og Trump hefur síðan hækkað þá enn frekar í 145%.

Það þýðir að kín­verskir raf­bílar – og tæknin sem í þeim býr – eru nær ósýni­legir á bandarískum vegum.

Ford reynir að ná for­skoti með að­stoð CATL

Bandarísk yfir­völd hafa brugðist við með því að efla inn­lenda raf­hlöðu­fram­leiðslu.

Ford er nú að byggja verk­smiðju í Bandaríkjunum þar sem fram­leiddar verða raf­hlöður með tækniað­stoð frá CATL sem er merki um að jafn­vel bandarísk fyrir­tæki þurfi að leita til Kína til að fylgja þróuninni eftir.

Á meðan nýtur kín­verskur raf­bíla­markaður mikils inn­lendrar eftir­spurnar.

Í mars voru 52% seldra fólks­bíla í Kína raf­magns- eða ten­gilt­vinn­bílar, sam­kvæmt gögnum frá samtökum kín­verskra bíla­fram­leiðenda.

Ríkið styður við neyslu með niður­greiðslum og lægri raf­orku­verði, og þar með nýtur tækni eins og hraðhleðsla skjótari upp­töku.

Sér­fræðingar vara þó við að tæknin verði ekki al­gild lausn, a.m.k. ekki enn.

Mike Dunne, bílaráðgjafi í Bandaríkjunum, segir það þurfi að hafa aðra hluti í huga í kringum þessa tækni.

„Þetta er spennandi tækni, en kostar meira og slitnar hraðar. Það þarf að sjá hvernig hún virkar í raun­veru­legum aðstæðum.“

Kína hefur þegar sett upp yfir 13 milljónir hleðslu­stöðva, bæði opin­berar og einka­reknar – langt fram úr þeim um 230 þúsund hleðslu­stöðum sem eru í boði í Bandaríkjunum. Með nýjustu hraðhleðslu­lausnum virðist Kína því vera að slíta enn meira for­skot á Vestur­lönd í kapp­hlaupinu um framtíð bíla­flutninga.