Stjórn skyndibitakeðjunnar Chipotle hefur ákveðið að gefa út jöfnunarhlutabréf (e. split stock) til að gera bréf félagsins aðgengilegri fyrir starfsmenn og almenning.
Samkvæmt The Wall Street Journal stefnir fyrirtækið á að fimmtíufalda útgefið hlutafé en um er að ræða fyrstu útgáfu jöfnunarhlutabréfa í 30 ára sögu fyrirtækisins.
Dagslokagengi Chipotle í gær nam 2.897 dölum í gær sem samsvarar um 384 þúsund krónum á hlut. Gengi félagsins hefur hækkað um 22% í ár og 74% síðastliðið ár.
Ákvörðun stjórnarinnar verður lögð fyrir hluthafa á hluthafafundi í byrjun júní en ef hún verður samþykkt myndi gengi Chipotle vera um 54 dalir á hlut, miðað við dagslokagengið í gær.