Stjórn skyndi­bita­keðjunnar Chi­pot­le hefur á­kveðið að gefa út jöfnunar­hluta­bréf (e. split stock) til að gera bréf fé­lagsins að­gengi­legri fyrir starfs­menn og al­menning.

Sam­kvæmt The Wall Street Journal stefnir fyrir­tækið á að fimm­tíu­falda út­gefið hluta­fé en um er að ræða fyrstu út­gáfu jöfnunar­hluta­bréfa í 30 ára sögu fyrir­tækisins.

Dagsloka­gengi Chi­pot­le í gær nam 2.897 dölum í gær sem sam­svarar um 384 þúsund krónum á hlut. Gengi fé­lagsins hefur hækkað um 22% í ár og 74% síðast­liðið ár.

Á­kvörðun stjórnarinnar verður lögð fyrir hlut­hafa á hlut­hafa­fundi í byrjun júní en ef hún verður sam­þykkt myndi gengi Chi­pot­le vera um 54 dalir á hlut, miðað við dagsloka­gengið í gær.