Geir Zoëga, skipstjóri á uppsjávarskipinu Polar Ammassak sem nú tekur þátt í loðnuleiðangri Hafrannsóknastofnunar, segir í samtali við Fiskifréttir að vinna við mælinguna gangi vel. Eðli málsins samkvæmt geti hann ekki tjáð sig um magnið að svo stöddu.

Leit að ljúka fyrir austan land en nýhafin fyrir norðan

Þorkell Pétursson, skipstjóri á Barða NK, sem einnig er í loðnuleiðangrinum og er fyrir austan land eins og Polar Ammassak, tekur í sama streng og Geir.

„Þessi fiskur sem við erum búnir að taka prufur úr er bara stór og fínn,“ segir Þorkell en undirstrikar að hann geti ekkert sagt um magnið.

Búast má við að Barði NK og Polar Ammassak, sem hófu leiðangurinn á fimmtudag í síðustu viku, ljúki sínum þætti hans á morgun eða annað kvöld eftir aðstæðum. Vegna veðurs var það hins vegar ekki fyrr en í gærkvöldi sem hin skipin tvö í leiðangrinum, rannsóknaskipið Árni Friðriksson og Heimaey VE, hófu sinn hluta leitarinnar fyrir norðan land.

Nánar er rétt við Geir og Þorkel í Fiskifréttum sem koma út á morgun.