First Wa­ter, áður Land­eldi hf., hefur lokið hluta­fjár­aukningu að and­virði 82 milljóna evra, eða um 12,3 milljarða króna. Þetta kemur fram í til­kynningu frá fé­laginu.

Fjár­festingar­fé­lagið Stoðir hf. á­fram stærsti hlut­hafi First Wa­ter eftir hluta­fjár­aukninguna.

„Fram­taks­sjóðurinn Horn IV á­samt breiðum hópi inn­lendra og er­lendra fjár­festa á borð við líf­eyris­sjóði og einka­fjár­festa koma nýir að fé­laginu. Hluta­fjár­kaup að fjár­hæð um 2,5 milljarða er háð sam­þykki hjá stjórn kaup­enda. Fyrir­tækja­ráð­gjöf Lands­bankans annaðist um­sjón hluta­fjár­aukningarinnar,“ segir í til­kynningu.

Hluta­fjár­aukningin tryggir fjár­mögnun upp­byggingar fyrsta á­fanga land­eldis­stöðvar First Wa­ter í Þorlákshöfn.

Á markað 2025

Sam­kvæmt fyrir­tækinu verður fram­leiðslu­geta í fyrsta á­fanga um 8 þúsund tonn af laxi á ári en á­ætlanir fé­lagsins miða við að heildar­fram­leiðsla verði að lokum um 50 þúsund tonn og að upp­byggingu verði lokið árið 2028.

Á­formað er að skrá First Wa­ter á hluta­bréfa­markað 2025 og sækja sam­hliða skráningu aukið fjár­magn til á­fram­haldandi upp­byggingar.

„Frábært verkefni fyrir höndum“

„Það rekur hver stór­á­fanginn annan hjá fé­laginu þessa dagana. Það er mjög á­nægju­legt að sjá mikinn á­huga fjár­festa, bæði nýrra og nú­verandi, á fé­laginu og við bjóðum fjölda nýrra hlut­hafa sér­stak­lega vel­komna í hópinn. Við erum með frá­bært verk­efni í höndunum og það endur­speglast í því að við erum að ljúka vel heppnaðri hluta­fjár­aukningu, þrátt fyrir erfiðar markaðs­að­stæður. Þá höfum við ný­lega lokið okkar fyrstu upp­skeru og selt og sent okkar fyrstu af­urðir til er­lendra kaup­enda, sem voru gríðar­lega stórir á­fangar.

Við­brögð kaup­enda og neyt­enda voru framar vonum okkar og það er ljóst að markaðurinn kallar eftir gæða­hrá­efni á borð við okkar, þar sem hrein­leiki og sjálf­bærni fram­leiðslunnar er með því besta sem þekkist. Loks erum við að ýta úr vör nýju heiti fé­lagsins og vöru­merki; First Wa­ter – Salmon from Iceland. Nafnið undir­strikar kjarna málsins, hin ó­við­jafnan­legu vatns­gæði sem laxinn okkar dafnar vel í, og mun nýtast okkur vel á er­lendum mörkuðum. Það er því full á­stæða til bjart­sýni og við höldum ó­trauð á­fram upp­byggingu um­hverfis­væns og sjálf­bærs lax­eldis á landi,“ segir Eggert Þór Kristófers­son, for­stjóri First Wa­ter í til­kynningu.