Útgerðar- og fiskvinnslufyrirtækið FISK-Seafood ehf. ásamt dótturfélögum skiluðu samtals 3,6 milljörðum króna í hagnað árið 2021, en rekstrartekjur námu 10,4 milljörðum og minnkuðu um 3% á milli ára.
Eignir samstæðunnar námu í árslok tæplega 50 milljörðum króna og var bókfært eigið fé um 33 milljarðir. Stjórn félagsins leggur til að greiddur verði arður að fjárhæð 450 milljónum króna til hluthafa, félagið er allt í eigu Kaupfélags Skagfirðinga.