Jafnvægisvextir hafa nú hækkað nokkuð skarpt eftir að hafa farið lækkandi um nokkurt skeið. Vonir höfðu staðið til þess að vextir gætu orðið á svipuðu reiki og í lágpunktinum til frambúðar, en Seðlabankinn mat jafnvægisraunstýrivexti sem 1,2% fyrir aðeins um ári. Ásgeir Jónsson seðlabankastjóri og Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra eru meðal þeirra sem sagst hafa á síðustu árum vongóðir um að svo mætti verða.

Valdimar Ármann, forstöðumaður eignastýringar hjá Arctica Finance, segir ljóst að jafnvægisvextirnir verði þó nokkru hærri en áður var talið ef marka megi skuldabréfamarkaðinn, sem hafi reynst sannspárri en flestir hvað verðbólgu og vexti varðar síðustu árin.

„Það er ákveðin endurstilling að eiga sér stað á því hverjir búist er við því að jafnvægisstýrivextir verði til frambúðar, eins og staðan horfir við í dag,“ útskýrir Valdimar. Meðal helstu ástæða þess séu versnandi viðskiptajöfnuður íslensks hagkerfis, sem á hefur verið töluverður halli nýverið og stefnir í að verði áfram, eftir samfelldan áratug af viðskiptaafgangi eftir að ferðamönnum fjölgaði verulega.

Nánar er fjallað um málið í nýjasta tölublaði Viðskiptablaðsins.