Að mati The Wall Street Journal benda markaðshreyfingum vestanhafs, eftir nýjar verðbólgutölur, til þess að fjárfestar séu að búast við fjórum 25 punkta vaxtalækkunum á næsta ári. Meginvextir Seðlabankans væri því 4,5% í desember 2024.
Þrátt fyrir að ársverðbólga í Bandaríkjunum mældist 3,1% í nóvembermánuði sem er lækkun úr 3,2% milli mánaða stóð kjarnaverðbólga, sem undanskilur sveiflukennda vöruflokka í matvæla- og orkugeiranum, stóð í stað í 4% milli mánaða
Að mati WSJ getur þrálát kjarnaverðbólga valdið því að vextir verði lækkaðir seinna en vonir standa til en framvirkir samningar benda þó til þess að fjárfestar séu að láta þetta sem vind um eyru þjóta í bili.
Samkvæmt The Wall Street Journal eru allar líkur á því að peningastefnunefnd Seðlabankans muni halda stýrivöxtum óbreyttum við næstu ákvörðun en flestir muni fylgjast náið með blaðamannafundi Jerome Powell seðlabankastjóra í kjölfarið um hvað framtíðin ber í skauti.
Seðlabankinn hefur ítrekað sagt að það sé ekki útilokað að vextir verði hækkaðir aftur ef þörf krefur en fjárfestar eru nú þegar byrjaðir að veðja á vaxtalækkanir snemma á næsta ári.
Að mati peningastefnunefndar á bankinn enn langt í land með að ná 2% verðbólgumarkmiði sínu. Verðbólguvæntingar Bandaríkjanna hafa þó minnkað samkvæmt nýrri könnun Michigan-háskóla.
Samkvæmt The Wall Street Journal eru þó nokkrir meðlimir peningastefnunefndar bankans orðnir bjartsýnir á að Bandaríkin nái svokallaðri mjúkri lendingu í baráttu við verðbólguna en Bandaríkjamönnum hefur tekist að ná verðbólgunni niður án teljandi efnahagslegra afleiðinga.