Að mati The Wall Street Journal benda markaðs­hreyfingum vestan­hafs, eftir nýjar verð­bólgu­tölur, til þess að fjár­festar séu að búast við fjórum 25 punkta vaxta­lækkunum á næsta ári. Meginvextir Seðlabankans væri því 4,5% í desember 2024.

Þrátt fyrir að árs­verð­bólga í Banda­ríkjunum mældist 3,1% í nóvember­mánuði sem er lækkun úr 3,2% milli mánaða stóð kjarna­verð­bólga, sem undan­skilur sveiflu­kennda vöru­flokka í mat­væla- og orku­geiranum, stóð í stað í 4% milli mánaða

Að mati WSJ getur þrá­lát kjarna­verð­bólga valdið því að vextir verði lækkaðir seinna en vonir standa til en fram­virkir samningar benda þó til þess að fjár­festar séu að láta þetta sem vind um eyru þjóta í bili.

Sam­kvæmt The Wall Street Journal eru allar líkur á því að peninga­stefnu­nefnd Seðla­bankans muni halda stýri­vöxtum ó­breyttum við næstu á­kvörðun en flestir muni fylgjast náið með blaða­manna­fundi Jerome Powell seðla­banka­stjóra í kjöl­farið um hvað fram­tíðin ber í skauti.

Seðla­bankinn hefur í­trekað sagt að það sé ekki úti­lokað að vextir verði hækkaðir aftur ef þörf krefur en fjár­festar eru nú þegar byrjaðir að veðja á vaxta­lækkanir snemma á næsta ári.

Að mati peninga­stefnu­nefndar á bankinn enn langt í land með að ná 2% verð­bólgu­mark­miði sínu. Verð­bólgu­væntingar Banda­ríkjanna hafa þó minnkað sam­kvæmt nýrri könnun Michigan-há­skóla.

Sam­kvæmt The Wall Street Journal eru þó nokkrir með­limir peninga­stefnu­nefndar bankans orðnir bjart­sýnir á að Banda­ríkin nái svo­kallaðri mjúkri lendingu í bar­áttu við verð­bólguna en Banda­ríkja­mönnum hefur tekist að ná verð­bólgunni niður án teljandi efna­hags­legra af­leiðinga.