Sam­kvæmt ritinu Fjár­mála­eftir­lit sem Seðla­banki Ís­lands gefur út bárust eftir­litinu alls 159 skort­stöðu­til­kynningar á árinu 2024 en þær voru 52 árið á undan.

Hafa ber í huga að í byrjun nóvember helmingaði FME viðmiðunar­mörk fyrir til­kynningar­skyldar skort­stöður í hluta­bréfum í kjölfar ákvörðunar Eftir­lits­stofnunar EFTA sem tekin er á grund­velli reglu­gerðar ESB frá 2012.

Þar með lækkuðu viðmiðunar­mörkin úr 0,2% af út­gefnu hluta­fé í 0,1%. Þegar skort­staða fer yfir 0,5% af skráðu hluta­fé þarf að til­kynna slíkt opin­ber­lega.

Fjöldi til­kynninga í fyrra var sam­bæri­legur og á árinu 2020 þegar co­vid-far­aldurinn hófst með til­heyrandi lækkunum á mörkuðum en það ár bárust 163 til­kynningar.

Í töflunum hér fyrir neðan má annars vegar sjá saman­burð á fjölda til­kynninga á árunum 2023 og 2024 eftir mánuðum og hins vegar er heildar­fjöldi til­kynninga sem fjár­mála­eftir­litinu hefur borist á ári.

Fjöldi tilkynninga um skortstöðu

Mánuður 2023 2024
Janúar 5 15
Febrúar 1 7
Mars 7 4
Apríl 8 9
Maí 2 13
Júní 11 25
Júlí 2 11
Ágúst 1 13
September 3 9
Október 2 16
Nóvember 2 25
Desember 8 12
Samtals 52 159
Ár Heildarfjöldi tilkynninga
2017 23
2018 62
2019 94
2020 163
2021 44
2022 50
2023 52
2024 159