Samkvæmt ritinu Fjármálaeftirlit sem Seðlabanki Íslands gefur út bárust eftirlitinu alls 159 skortstöðutilkynningar á árinu 2024 en þær voru 52 árið á undan.
Hafa ber í huga að í byrjun nóvember helmingaði FME viðmiðunarmörk fyrir tilkynningarskyldar skortstöður í hlutabréfum í kjölfar ákvörðunar Eftirlitsstofnunar EFTA sem tekin er á grundvelli reglugerðar ESB frá 2012.
Þar með lækkuðu viðmiðunarmörkin úr 0,2% af útgefnu hlutafé í 0,1%. Þegar skortstaða fer yfir 0,5% af skráðu hlutafé þarf að tilkynna slíkt opinberlega.
Fjöldi tilkynninga í fyrra var sambærilegur og á árinu 2020 þegar covid-faraldurinn hófst með tilheyrandi lækkunum á mörkuðum en það ár bárust 163 tilkynningar.
Í töflunum hér fyrir neðan má annars vegar sjá samanburð á fjölda tilkynninga á árunum 2023 og 2024 eftir mánuðum og hins vegar er heildarfjöldi tilkynninga sem fjármálaeftirlitinu hefur borist á ári.
Fjöldi tilkynninga um skortstöðu
2024 |
15 |
7 |
4 |
9 |
13 |
25 |
11 |
13 |
9 |
16 |
25 |
12 |
159 |
Heildarfjöldi tilkynninga |
23 |
62 |
94 |
163 |
44 |
50 |
52 |
159 |