Skulda­bréfa­fjár­festar eru að losa sig við skulda­bréf í rusl­flokki í hrönnum vestan­hafs er gjald­þrot fyrir­tækja aukast sam­hliða ótta um að mörg fyrir­tæki séu komin að þol­mörkum vegna hárra vaxta.

Munurinn á láns­kostnaði fyrir­tækja með CCC láns­hæfis­mat, sem mynda lægri hluta 1,3 billjóna (e.trillion) rusl­bréfa­markaðar Banda­ríkjanna, og fyrir­tækja í BB láns­hæfis­mati er sögu­lega mikill, sam­kvæmt Financial Times.

Sam­kvæmt FT sýnir þetta að fjár­festar eru orðnir á­hyggju­fullir yfir stöðu fyrir­tækja með láns­hæfis­mat í rusl­flokki en hár láns­kostnaður eða slæmt að­gengi að fjár­magni gæti verið náðar­höggið fyrir mörg fyrir­tæki sem falla þar undir.

Sam­kvæmt Tor­sen Slok, aðal­hag­fræðingi fjár­festinga­fyrir­tækisins Apollo, er sölu­þrýstingurinn á rusl­bréfum til­kominn vegna ótta um yfir­vofandi sam­drátt á næstu mánuðum sem gæti komið sér afar illa fyrir fyrir­tæki með slæmt að­gengi að ó­dýru fjár­magni.

Sölu­þrýstingurinn á skulda­bréfum í rusl­flokki setur þrýsting á vaxta­lækkun í Banda­ríkjunum en sam­kvæmt FT gætu ó­breyttir vextir næstu mánuði haft afar slæm á­hrif á efna­haginn

Verð­bólga í Banda­ríkjunum hjaðnaði meira en spár gerðu ráð fyrir í júní og eiga flestir von á vaxta­lækkun í septem­ber­mánuði.

Á­lagið sem fyrir­tæki með CCC láns­hæfis­mat eru að greiða um­fram sam­svarandi á­vöxtunar­kröfu ríkis­skulda­bréfa hækkaði í 9,59% í síðustu viku.